Grænmetið sem fer í fegrunaraðgerð

Gulrætur eru hollar og næringarríkar.
Gulrætur eru hollar og næringarríkar. mbl.is/

Við þekkjum öll gulrætur sem hollt og gott snarl á milli mála. En það eru einnig til svokallaðar ‘baby-carrots’, eða minni útgáfa af venjulegum gulrótum sem þykja þó ekki eins góðar og við höldum. Smá-gulrætur voru fundnar upp á níunda áratugnum og hafa löngum þótt vera þægilegt snarl til að grípa með á ferðinni, en það eru nokkur atriði sem þó ber að hafa í huga.

  • Smá-gulrætur eru í raun ekki ‘baby’, þó að umbúðirnar og útlitið segi annað. Hér eru í raun um venjulegar gulrætur að ræða sem búið er að skera niður og snyrta til í svokallaða snarl stærð.
  • Smá-gulrætur smakkast ekki eins og venjulegar gulrætur, því það er bragðmunur hvort gulrótin sé búin að fara í gegnum verksmiðjuna eða nýkomin upp úr jörðinni.
  • Iðnaðurinn í kringum smá-gulrætur er næstum á pari við hinn nútímalega fegurðarheim - þar sem of feitar eða útlitsgallaðar gulrætur eru teknar frá og fargað, notað í safagerð eða í fóður.
  • Til að koma í veg fyrir örverumengun, eru smá-gulrætur skolaðar með veikri klórlausn áður en þeim er pakkað í umbúðir.
  • Þar að auki eru smá-gulrætur oftast dýrari en venjulegar gulrætur. Við borgum sem sagt meira fyrir að láta skera gulræturnar niður, setja þær í fegrunaraðgerð og skola þær upp úr klór (svona ef við ætlum okkur að vera harðir gagnrýnendur).
mbl.is