Einn elsti veitingastaðurinn í Kaupmannahöfn

Veitingastaðurinn Schønnemann's býður upp á mikið úrval af af klassísku …
Veitingastaðurinn Schønnemann's býður upp á mikið úrval af af klassísku dönsku smurbrauði. Danskar hefðir og handbragð eru í forgrunni. Samsett mynd

Schønnemann's smurbrauðstaðurinn er einn af elstu veitingastöðum Kaupmannahafnar. Veitingastaðurinn hefur verið starfræktur allar götur síðan 1877. Schønnemann's býður upp á mikið úrval af af klassísku dönsku smurbrauði. Danskar hefðir og handbragð eru í forgrunni og þessi aldargamli veitingastaður hefur boðið gestum sínum að snæða og njóta dýrindis danskrar smurbrauðs menningar af bestu gerð ásamt kældum snaps. Matseðillinn samanstendur af klassísku dönsku smurbrauði (smørrebrød), matarmiklum réttum og spennandi sérréttum - allt unnið úr besta hráefninu og auðvitað alltaf nýsmurt.

Kældur snaps og smurbrauð er hin fullkomna tvenna á þessum …
Kældur snaps og smurbrauð er hin fullkomna tvenna á þessum frábæra stað. Skjáskot/Instagram

Annálaður hádegisverðarstaður

Innréttingar staðarins einkennast af dökkum viðarpanel, grænum veggjum, hvítum dúkum og huggulegum viðarstólum með fallega klæddum setum. Innréttingarnar stuðla að hlýlegu og notalegu andrúmslofti á þessum yndislega veitingastað sem á sér langa sögu. Schønnemann's er eingöngu hádegisverðarstaður og er annálaður sem slíkur og fyrir ljúffengt smurbrauð með kældum snaps. Það er klárlega þess virði að gera sér þangað ferð og njóta þess sem hann hefur upp á að bjóða. Veitingastaðurinn er staðsettur við Hauser Plads sem tilheyrir gamla hlutanum af Kaupmannahöfn.

Boðið er upp á fjölbreytt úrval sérrétta sem líta girnilega …
Boðið er upp á fjölbreytt úrval sérrétta sem líta girnilega út. Skjáskot/Instagram
Kældur snaps með smurbrauði er dönsk hefð sem nýtur mikilla …
Kældur snaps með smurbrauði er dönsk hefð sem nýtur mikilla vinsælda. Skjáskot/Instagram
Smurbrauð með eggjum og rækjupíramída er eitt vinsælasta smurbrauðið.
Smurbrauð með eggjum og rækjupíramída er eitt vinsælasta smurbrauðið. Skjáskot/Instagram
Innréttingarnar stuðla að hlýlegu og notalegu andrúmslofti á þessum yndislega …
Innréttingarnar stuðla að hlýlegu og notalegu andrúmslofti á þessum yndislega veitingastað sem á sér langa sögu. Skjáskot/Instagram

mbl.is