Kokkur frá Verona tekur yfir matseðilinn

Nicolo Vidali kokkur frá einum frægasta veitingastað og vínbar í …
Nicolo Vidali kokkur frá einum frægasta veitingastað og vínbar í Verona tekur yfir matseðilinn á La Trattoria og mætir með helstu rétti staðarins í næstu viku. Ljósmynd/Aðsend

Veitingastaðurinn La Trattoria hefur fengið mikið lof fyrir sínar ítölsku kræsingar en staðurinn er staðsettur í Hafnartorg Gallerý í hjarta miðborgarinnar. Dagana 1. til 4.júní næstkomandi mun La Trattoria standa fyrir glæsilegum „pop up“ viðburði sem ber yfirskriftina Trattoria X Bottega Del Vino þar sem Nicolo Vidali kokkur frá einum frægasta veitingastað og vínbar í Verona tekur yfir matseðilinn og mætir með helstu rétti staðarins.

Mikil spennan er fyrir viðburðinum og bíða þeir Jósef Þorgeirsson …
Mikil spennan er fyrir viðburðinum og bíða þeir Jósef Þorgeirsson og Ágúst Reynisson í ofvæni eftir að svipta hulunni af matseðlinum á viðburðinum í næstu viku. mbl.is/Hákon Pálsson

Ágúst Reynisson veitinga og vínáhugamaður og stofnandi Grillmarkaðsins, ásamt nokkurra annara veitingastaða og er einn af eigendum La Trattoria ásamt Hrefnu Sætran og Guðlaugi Frímannssyni en öll eru þau eigendur af Grillmarkaðinum líka, svo er það framkvæmdarstjórinn Jósef Þorgeirsson og athafnarmaðurinn Sveinn Eiðsson. Ágúst segir að aðdragandi af opnun staðarins eftir að hafa séð svipað konsept á Ítalíu.

Hugmyndin komin frá Ítalíu

„Við fengum hugmyndina eftir að hafa labbað fram hjá svipuðu konsepti á Ítalíu, þar að segja að það var vínbóndi og veitingastaður í samstarfi. Buðu þeir einungis upp á vörur frá sínum framleiðanda. Zenato er með svo flotta og góða breidd af léttvínum að við buðum þeim samstarf og útkoman er búin að slá í gegn og þetta er æðislegt konsept Þegar við sáum að Hafnartorg Gallerý yrði vinsæl og spennandi mathöll þar sem fólk myndi vilja fara út að borða og við fengum frábært svæði og stóran bás þá small allt saman og staðurinn varð að veruleika,“ segir Ágúst.

Sérstaðan á staðnum er ítölsk matargerð „Einfaldur Ítalskur matur með frábærar nýjungar er það sem við leggjum áherslu á. Við erum að flytja inn beint frá Ítalíu osta og skinkur, til dæmis burrataost sem fæst aðeins hjá okkur, erum með nýja rétti sem hafa ekki verið Íslandi áður eins og einstaka tegund af smokkfisk. Jafnframt er mikil breidd hjá Zenato í víngerðinni. Það eru ekki margir vita að Zenato byrjaði fyrir langa löngu bara að framleiða hvítvín og eru því mjög góðir í freyðivíni, hvítvíni og rósavíni. Einnig erum við með einstakt úrval að rauðvínum allt frá léttasta víninu Alanera sem vann Gyllta glasið í þunga bolta eins og Amarone Classico sem við einmitt bjóðum upp á í glasi.“ Sjálfur er Ágúst mjög hrifinn af ítalskri matargerð og öllu því sem henni fylgir. „Hún er í uppáhaldi og við konan höfum eldað Zenato aðferðina í tíu ár, en það er ribeye með parmesan, ólífuolíu og balsamico. Þá á sérstaklega við þegar við erum matarboð auk þess að ítölsku víni heilla.“

Girnilegir réttirnir sem í boði verða.
Girnilegir réttirnir sem í boði verða. Ljósmynd/La Trattoria

Zento aðferðin vinsælust

Ákveðnir réttir á matseðli eru vinsælli en aðrir og kokkarnir hafa verið fljótir að spotta hvað það er sem fer mest af. „Zenato aðferðin og trufflu tagliatelle er mjög vinsæl svo erum við með frábæran antipasto bakka sem ríkur út, í honum er til dæmis Reciotto gráðostur sem við gerum sjálf, en Reciotto er sæt rauðvín frá Zenato.“

Nú er framundan glæsilegur og risastór pop up viðburður hjá ykkur, segðu okkur aðeins frá tilurð hans og hvað verður í forgrunni? „Zenato er einn af eigendum á Bottega del Vino sem er frægasti staður Verona með frábæra matargerð og var tilvalið að fá gestakokk þaðan gegnum samstarfið við Zenato, við báðum kokkinn um að koma með sína bestu rétti og fjölbreytta og ætti engin að vera svikin að einfalda ítalska rétti. Einnig ætlar Alberto Zenato vínbóndinn að vera á staðnum og með viðburði kringum þessa daga.“

Hvað er Zenato frægast fyrir? „Zenato er frægast fyrir gæði og frábær vín, eru víðast hvar ofarlega í einkunnum á vínsíðum og með mikla virðingu. Amarone Classico er flaggskipið þeirra og eru með einn besta Amarone í Valpolicella héraðinu. Ekrurnar þeirra eru í 400 metrum yfir sjávarmál sem hjálpar mikið upp á að fá vind frá Gardavatni og minni hita á sumrin. Það er bara mamman Carla og börnin hennar Alberto og Nadia sem sjá um búgarðinn og vinna baki brotnu að hafa Zenato í toppsæti. En það besta við vínin er að þetta eru vín fyrir alla,“ segir Ágúst.

Handgert pasta er eitt af því sem verður í forgrunni.
Handgert pasta er eitt af því sem verður í forgrunni. Ljósmynd/Aðsend
Boðið verður upp á ljúffenga ítalska rétti sem eiga sér …
Boðið verður upp á ljúffenga ítalska rétti sem eiga sér fáa líka. Ljósmynd/Aðsend
Nýjungar sem gleðja bæði auga og munn munu vera á …
Nýjungar sem gleðja bæði auga og munn munu vera á boðstólnum. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is