Gleðin var í fyrirrúmi við opnun Vínstofunnar á Friðheimum

Margt var um manni og fjöldi fólks lagði leið sína …
Margt var um manni og fjöldi fólks lagði leið sína á Vínstófuna í Friðheimum og samfagnaði og skálaði með fjölskyldunni í tilefni þessa. Samsett mynd

Stórglæsilegt opnunarhóf var um helgina þegar Vínstofan á Friðheimum í Reykholti var opnuð með pomp og prakt og klippt var á borðann. Margt var um manninn og fjöldi fólks lagði leið sína og samfagnaði og skálaði með fjölskyldunni í tilefni þess. Knútur Rafn Ármann og Helena Hermundardóttir eigendur Friðheima ásamt börnum og tengdasyni hafa staðið í ströngu síðustu misseri ásamt fríðu föruneyti til að láta drauminn rætast og opna Vínstofuna sem er með eindæmum glæsileg og fellur vel að umhverfinu og hugmyndafræði fjölskyldunnar. 

Glæsilegt sérsmíðað svið Vínstofunnar.
Glæsilegt sérsmíðað svið Vínstofunnar. Ljósmynd/Friðheimar

Skarta þyngsta bar Íslands

Gleðin var í fyrirrúmi og léttur jazz ómaði um vínstofuna og framreiddar voru glæsilegar veitingar í anda Friðheima og fjölskyldunnar. Vínstofa Friðheima er í einu af elstu gróðurhúsum fjölskyldunnar og hefur tekið miklum breytingum í sátt við umhverfið og rómantíkin svífur yfir. Falleg vintage húsgögn prýða Vínstofuna og þar er meðal annars að finna þyngsta bar Íslands sem skartar sínu fegursta.

Klippt á borðann með pomp og prakt. Ásborg Arnþórsdóttir ferðamálafulltrúi …
Klippt á borðann með pomp og prakt. Ásborg Arnþórsdóttir ferðamálafulltrúi uppsveita Árnessýslu fékk þann heiður að klippa á borðann með fjölskyldunni á Friðheimum. Knútur og Helena eiga stóran barnahóp sem öll taka þátt í uppbyggingunni á einn eða annan hátt. Á myndinni eru þau í eftirtaldri röð frá vinstri, Dóróthea,Karítas, Matthías Jens Ármann, Arnaldur Ármann og Tómas Ingi Ármann, síðan Ásborg, Kristján, Helena og Knútur. Ljósmynd/Friðheimar

Dóróthea Ármann og Kristján Geir Gunnarsson, dóttir þeirra Knúts og Helenu og hennar maður munu sjá um rekstur Vínstofunnar og horfa björtum augum til framtíðarinnar. Vínstofa Friðheima er vín- og vinnustofa þar sem áhersla er lögð á gæðavín og létta rétti, vínseðillinn spannar akkúrat núna 17 blaðsíður og fer ört vaxandi. Vínstofan er hugsuð sem staður þar sem heimamenn og gestir geta komið saman og spjallað, fengið sér góðan drykk, gluggað í bók eða unnið. Þarna eru líka þrjú fullbúin fundarherbergi, tilvalin fyrir alls kyns fundi, vinnustofur og námskeið og með haustinu hyggjumst við nýta þau í vín- og matarupplifun með sögustund, sem passar vel fyrir einstaklinga og litla hópa. Að lokum þjónar Vínstofan hlutverki viðburðahúss og við stefnum á að halda alls kyns skemmtilega viðburði, t.d. tónleika, uppistand svo fátt eitt sé nefnt.

Vínstofan er opin alla daga frá klukkan 13.00 til 22.00.

Guðni Ágústsson lét sig ekki vanta ásamt góðu föruneyti, Sveini …
Guðni Ágústsson lét sig ekki vanta ásamt góðu föruneyti, Sveini Sæland. Ljósmynd/Friðheimar
Helga Pálmadóttir, Sveinn Aðalsteinsson og Áslaug Sveinbjarnardóttir fögnuðu opnuninni. Mikil …
Helga Pálmadóttir, Sveinn Aðalsteinsson og Áslaug Sveinbjarnardóttir fögnuðu opnuninni. Mikil ánægja er með viðbótina á Friðheimum og opnun Vínstofunnar sló í gegn. Ljósmynd/Friðheimar
Dóróthea Ármann og hennar maður munu stýra rekstri Vínstofunnar á …
Dóróthea Ármann og hennar maður munu stýra rekstri Vínstofunnar á Friðheimum. Dóróthea tók vel móti gestum. Á myndinni má sjá föður hennar Knút Ármann og móður hennar Helenu Hermundardóttir ásamt maka Kristjáni Geir Gunnarssyni. Ljósmynd/Friðheimar
Kræsingarnar sem í boði voru glæsilegar og fallega framreiddar í …
Kræsingarnar sem í boði voru glæsilegar og fallega framreiddar í anda Friðheima. Ljósmynd/Friðheimar
Ljósmynd/Friðheimar
Ljósmynd/Friðheimar
Allt brauð bakaða á staðnum.
Allt brauð bakaða á staðnum. Ljósmynd/Friðheimar
Ljósmynd/Friðheimar
Ljósmynd/Friðheimar
Kokkurinn, Jón K. B. Sigfússon, að störfum.
Kokkurinn, Jón K. B. Sigfússon, að störfum. Ljósmynd/Friðheimar
Blandaðir voru margir kokteilar sem bornir voru fram í fallegum …
Blandaðir voru margir kokteilar sem bornir voru fram í fallegum hanastéls glösum. Ljósmynd/Friðheimar
Ljósmynd/Friðheimar
Helena Hermundsdóttir, til hægri, ein eiganda Friðheima í góðum félagsskap …
Helena Hermundsdóttir, til hægri, ein eiganda Friðheima í góðum félagsskap með móður sinni Ingu-Lill Gunnarsson. Ljósmynd/Friðheimar
Margt var um manni og gleðin var við völd.
Margt var um manni og gleðin var við völd. Ljósmynd/Friðheimar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert