Svona heldur þú ávöxtunum ferskum lengur

Ávextir og ber geymast betur í glerkrukkum en plastílátum.
Ávextir og ber geymast betur í glerkrukkum en plastílátum. Ljósmynd/Unsplash/Mila

Það er fátt jafn leiðinlegt og að spreða fullt af peningum í ávexti og ber sem skemmast innan örfárra daga í ísskápnum. Það er ekki bara leiðinlegt fyrir budduna heldur er það líka mikil matarsóun sem við erum öll orðin mjög meðvituð um að reyna sporna við.

Það að hreinsa ávextina þegar heim úr matvörubúðinni er komið er góður siður að tileinka sér. Þá hefur það líka sýnt sig að ávextir og ber halda ferskleika sínum mun lengur ef þau eru geymd í sultukrukkum inni í ísskáp frekar en plastílátum. 

Nú er um að gera að taka upp gömlu góðu sultukrukkurnar og gefa þeim nýjan tilgang. Einnig er ekki úr vegi að endurnýta glerkrukkur sem falla til á heimilinu, til dæmis undan pastasósunni, fetaostinum eða ólífunum, til að lengja líftíma ávaxta og berja.

Þetta svínvirkar!

mbl.is