Fjölskyldusmákökur Katrínar

Katrín Lillý Sveinsdóttir bakar góðar smákökur.
Katrín Lillý Sveinsdóttir bakar góðar smákökur. mbl.is/Kristinn Magnússon

Katrín Lillý Sveins­dótt­ir stofnaði síðuna Göm­ul og góð hús­ráð á Face­book fyr­ir fjór­um árum. Mark­miðið var fá eldri frænk­ur og aðra í fjöl­skyld­unni til að deila göml­um hús­ráðum en í dag eru fjöl­marg­ir sem fylgj­ast með síðunni. Þrátt fyr­ir að hafa gam­an af góðum hús­ráðum seg­ist Katrín ekki of upp­tek­in af þrif­um, jól­in komi þrátt fyr­ir að ekki sé allt glans­andi fínt. Hér deilir hún uppskrift af smákökum sem hún bakar gjarnan fyrir jólin. 

mbl.is/Kristinn Magnússon

Fjölskyldusmákökurnar

 • 1½ dl síróp
 • 225 g púðursykur
 • 100 g smjörlíki
 • 1 dl rjómi
 • 2 tsk kanill
 • 1 tsk negull
 • 1 tsk engifer
 • 2 tsk matarsódi
 • 500-600 g hveiti

Aðferð

 1. Síróp, púðursykur og smjörlíki er brætt saman við vægan hita og svo kælt.
 2. Rjóma og kryddi er svo blandað í.
 3. Síðan er hveiti og matarsóda blandað saman við.
 4. Geymt í kæli yfir nótt.
 5. Kökurnar eru svo bakaðar við 200°.
 6. Bakið í átta til tíu mínútur eftir stærð.
 7. „Ég bræði súkkulaði, hvítt eða dökkt, og dýfi svo kökunum í, en það var settur glassúr á þær hérna áður fyrr.“
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert