Hefur þú prófað lasanja-súpu?

Helga Magga með nýjasta trixið sitt, lasanja-súpu sem hún lagar …
Helga Magga með nýjasta trixið sitt, lasanja-súpu sem hún lagar á augabragði. Samsett mynd

Hér er á ferðinni frumleg og ótrúlega einföld súpa sem kemur úr smiðju Helgu Möggu heilsumarkþjálfa sem er sniðugri en flestir að útfæra ótrúlega einfalda rétti. Þetta er lasanja- súpa sem á vel við á köldum vetrardögum og er ekta fjölskyldumatur.

Lasanja-súpa

  • 1 msk. olía
  • 150 g laukur (einn laukur)
  • 2-3 hvítlauksrif
  • 500 g nautahakk
  • 400 g niðursoðnir tómatar (1 dós)
  • 660 g pasta-sósa (1 dós)
  • 170 g tómat-púrra
  • 150 g kotasæla
  • 35 g parmesanostur
  • 900 g kjötsoð, ein ferna
  • 250 g lasanja-plötur
  • 1 tsk. salt, pipar og timian eða eftir smekk
  • Fersk basilíka
  • Kotasæla og parmesanostur til hliðar

Aðferð:

  1. Byrj á því að skera lauk og hvítlauk smátt og steik upp úr olíunni.
  2. Bæt hakkinu út í pottinn og krydd með salti, pipar og timian.
  3. Bæt því næst sósunum út í pottinn, maukaðri kotasælunni og svo kjötsoðinu.
  4. Rífið niður parmesanostinn yfir og blandið við súpuna.
  5. Gott að setja smá ferska basilíku yfir.
  6. Að lokum brjótið þið lasanja-plöturnar niður í bita og bætið út í pottinn.
  7. Látið malla á miðlungs hita í um 20-30 mínútur eða þangað til pastaplöturnar eru tilbúnar. Ef ykkur finnst súpan vera of þykk er gott að bæta smá vatni út í hana.
  8. Berið fram með maukaðri kotasælu til hliðar og parmesanosti eftir smekk.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert