Orkubix klattar sem gleðja líkama og sál

Orkubix klattarnir líta girnilega út.
Orkubix klattarnir líta girnilega út. Ljósmynd/Heiðrún Kristmundsdóttir

Páskarnir nálgast óðfluga og þá munu flestir njóta þess að borða gómsæt súkkulaðiðegg. Einmitt þess vegna er líka svo gott að fá sér hollt og gott að borða inn á milli. Þessir orkubix klattar eru dásamlega góðir og hollir. Það er því upplagt að baka þessa í vorhretinu. Þetta eru sætir og seigir bitar sem ljúft er njóta með síðdegisbollanum og til að jafna út allt páskagúffið.

Orkubix klattar

Um 12 klattar

  • 4 Oatbix klattar
  • 200 g hafrar
  • 200 ml hunang
  • 200 g ósaltað smjör
  • 100 g dökkt súkkulaði

Aðferð:

  1. Setjið smjörið og hunangið í pott og hrærið við vægan hita þar til það er alveg bráðnað.
  2. Settu það varlega til hliðar.
  3. Myljið Oatibix og bætið í pottinn ásamt höfrunum og blandið vel saman
  4. Hellið í smurt, grunnt bökunarform, passið að þjappa niður með bakinu á skeið þar til yfirborðið er slétt.
  5. Bakið í ofni við 180°C hita í 25 mínútur.
  6. Takið út og látið kökurnar vera í forminu þar til þær hafa kólnað alveg.
  7. Bræðið dökkt súkkulaði í örbylgjuofni og hellið svo ofan á bixið.
  8. Setjið inn í ísskáp í 2 klukkustundir til að kólna áður en er skorið í 12 bita.
  9. Berið fram með því sem ykkur langar til við hvaða tilefni sem er.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert