Uppáhaldsjólamáltíð þjóðarinnar

Kristinn Magnússon

Hagkaups hamborgarhryggurinn hefur verið vinsælasti hryggurinn þeirra undanfarin 16 ár og er vel að því kominn.

Uppskriftin birtist í Hátíðarmatarblaði mbl og Hagkaup. Blaðið er hægt að nálgast HÉR.

Uppáhaldsjólamáltíð þjóðarinnar
  • 1 stk. Hagkaups hamborgarhryggur
Aðferð:
  1. Þennan hamborgarhrygg þarf ekki að sjóða, en hann er settur í eldfast mót eða ofnskúffu ásamt 6 dl af köldu vatni.
  2. Settur í ofn á 160°C í 90 mínútur, þá tekinn út, penslaður með gljáanum og settur aftur inn í ofn í 15 mínútur, en þá á 220°C.

Gljái á hrygginn

  • 100 g púðursykur
  • 2 msk. hunangs Dijon-sinnep
  • 4 msk. rjómi
  • börkur af einni appelsínu
  • 2 msk. appelsínusafi
Aðferð:
  1. Blandað saman og penslað yfir hrygginn.
  2. Geymið eins og tvær matskeiðar fyrir sósuna.

Jólasósan

  • 1 lítri svínasoð
  • 2 msk. gljái
  • ½ lítil dós jólaöl
  • 2½ dl rjómi
  • rifsgel
  • maizena
  • salt
  • sósulitur
  • svínakraftur

Aðferð:

  1. Soðið af hryggnum er sigtað í pott, ef það nær ekki 1 lítra þá er vatni og svínakrafti bætt út í.
  2. Síðan er gljáanum og jólaölinu bætt saman við og soðið niður um um það bil helming. Næst er rjómanum bætt út í og sósan smökkuð til, hún gæti þurft smá salt eða rifsgel.
  3. Að lokum er sósan þykkt með maizena og lituð með sósulit.

Karamellukartöflur sem aldrei klikka

  • 500 g kartöflur
  • 200 g rjómatöggur frá Nóa
  • 1,5 dl mjólk
  • 50 g smjör

Aðferð:

  1. Kartöflur annaðhvort soðnar eða skolaðar ef notaðar eru forsoðnar kartöflur.
  2. Í potti á vægum hita eru karamellurnar og mjólkin brædd saman, þegar blandan er orðin kekkjalaus er smjörinu bætt út í og hrært þar til blandast saman.
  3. Að lokum er kartöflunum bætt út í og leyft að draga aðeins í sig karamellusósuna áður en þær eru bornar fram.

Karamelliseruð kartöflumús

  • 200 g púðursykur
  • 200 g rjómi
  • 20 g smjör (1)
  • 750 g kartöflur
  • 70 g smjör (2)
  • salt

Aðferð:

  1. Kartöflurnar bakaðar í ofni þar til þær eru orðnar vel mjúkar í gegn.
  2. Á meðan þær eru í ofninum er karamellan búin til með því að sjóða saman rjómann og púðursykurinn, þegar suðan er komin upp skal lækkað undir og karamellan látin krauma rólega í 5-10 mínútur.
  3. Í lokin er hún tekin af hitanum og smjörinu (1) hrært út í.
  4. Þegar kartöflurnar eru bakaðar í gegn er skafið innan úr hýðinu í stóra skál, mér finnst best að nota hrærivél hér, og karamellunni hellt út í ásamt smjörinu (2).
  5. Hrært varlega þar til allt blandast vel saman, en passa skal þó að hræra ekki of mikið því þá getur áferðin á kartöflunum breyst.
  6. Músin er að lokum smökkuð til með salti.
Kristinn Magnússon
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert