Meiðslalistinn endalausi hjá Liverpool og United

Trent Alexander-Arnold fór af velli gegn Aston Villa.
Trent Alexander-Arnold fór af velli gegn Aston Villa. AFP/Paul Ellis

Ensku knattspyrnufélögin Manchester United og Liverpool mætast á morgun í átta liða úrslitum ensku bikarkeppninnar en leikurinn fer fram á heimavelli Manchester, Old Trafford, og hefst klukkan 15.30.

Bæði lið hafa misst lykilmenn í meiðsli á tímabilinu en heldur bjartara er yfir leikmannahópi United en Liverpool.

Erik ten Hag, knattspyrnustjóri United, sagði á blaðamannafundi að fjórir leikmenn væru byrjaðir að æfa aftur eftir meiðsli og ættu að geta komið við sögu gegn Liverpool á morgun en Klopp var ekki með jafn góðar fréttir að bera af sínu liði. 

Meiðslalisti Manchester United

  • Altay Bayindir, Luke Shaw, Tyrell Malacia, Lisandro Martinez, Johnny Evans, Anthony Martial og Omari Forson

Meiðslalisti Liverpool

  • Alisson, Ibrahima Konaté, Trent Alexander-Arnold, Joel Matip, Curtis Jones, Thiago, Stefan Bajcetic, Diogo Jota og Ben Doak. 

Margir á meiðslalista Liverpool eru þá nálægt því að koma til baka úr meiðslum en leikurinn gegn United er sá síðasti hjá báðum félögum fyrir landsleikjahlé. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert