Upplifði æskudrauminn á Anfield

Sven-Göran Eriksson talar við Fernando Torres.
Sven-Göran Eriksson talar við Fernando Torres. AFP/Oli Scarff

Sven-Göran Eriksson stýrði goðsagnaliði Liverpool til sigurs gegn goðsagnaliði Ajax, 4:2, á Anfield í dag. 

Fyrr á þessu ári greindi Sven-Göran frá því að hann eigi í mesta lagi ár eftir ólifað vegna baráttu sinnar við ólæknandi krabbamein. 

Tjáði hann í leiðinni frá því að æskudraumur hans væri að stýra Liverpool en hann hefur verið stuðningsmaður liðsins frá barnæsku. 

Ákvað Liverpool síðan að uppfylla ósk Svíans. 

Mörk Liverpool skoruðu Gregory Vignal, Dijbril Cisse, Nabil El Zhar og Fernando Torres en liðið lenti 2:0 undir. 

Dirk Kuyt og Steven Gerrard.
Dirk Kuyt og Steven Gerrard. AFP/Oli Scarff
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert