Bjóða laugardagspassa á Þjóðhátíð

Farþegar á leið á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum árið 2011.
Farþegar á leið á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum árið 2011. Ómar Óskarsson

Boðið verður upp á sérstaka laugardagspassa á Þjóðhátíð í Eyjum þetta árið í samstarfi við Vodafone þar sem innifalinn er miði í dalinn og ferðir með Herjólfi til Eyja á laugardegi og til baka aðfaranótt sunnudags. 

<br/>

Að sögn aðstandenda hátíðarinnar hafa sunnudagspassar verið vinsælir í gegnum árin og því var ákveðið að bjóða einnig upp á þennan valkost. Passinn mun kosta 14.420 krónur á mann í allt en einnig verður hægt að kaupa sig aðeins inn í dalinn á 11.900 krónur en um takmarkaðan fjölda miða er að ræða.

<span> </span><span>Forsalan hefst á vegum Vodafone 7. júlí en miðarnir fara svo í almenna sölu miðvikudaginn 9 júlí.</span>

Á laugardeginum spila Skonrokk, Skítamórall, Mammút, Jónas Sigurðsson, John Grant og Quarashi svo gestir ættu að fá frábæra upplifun af Þjóðhátíð án þess að þurfa að gista. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson