13 atriði sem andlega sterkt fólk gerir ekki

Oprah Winfrey dvelur ekki í fortíðinni.
Oprah Winfrey dvelur ekki í fortíðinni. mbl.is/AFP

Andlegur styrkur skiptir miklu máli en það sést einna best á því sem fólk gerir ekki hversu mikinn andlegan styrk það hefur. Að sögn Amy Morin, höfundar bókar um 13 hluti sem fólk sem er andlega sterkt gerir ekki, snýst styrkurinn um hugsanir, hegðun og tilfinningar. The Independent fór yfir þessi 13 atriði.

Það eyðir ekki tíma í að vorkenna sjálfu sér

Það kemur fram hjá Morin að fólk eyðileggur bara sjálft sig með því að vorkenna sér. En hún vill meina að sjálfsvorkunnin komi í veg fyrir að fólk njóti þess að vera til. Lykillinn er að hugsa um það góða í lífinu og þakka fyrir það sem maður hefur.

Það lætur ekki annað fólk draga úr sér

Fólk þarf að standa með sjálfu sér og vera ákveðið. Ef annað fólk stjórnar gjörðum þínum stjórnar það árangri þínum. Það er mikilvægt að halda utan um markmið sín og vinna að þeim. Morin nefnir Opruh Winfrey sem dæmi en hún ólst upp í fátækt og við kynferðisleg ofbeldi. Hún lét það hins vegar ekki draga úr sér og náði miklum árangri.

Það hræðist ekki breytingar

Það er auðvelt að hræðast breytingar, hins vegar með því að forðast þær kemur það í veg fyrir ákveðinn þroska. „Því lengur sem þú bíður því erfiðara verður það,“ segir Morin. „Annað fólk mun taka fram úr þér.“

Það reynir ekki að stjórna því sem ekki er hægt að stjórna

Að reyna að hafa fullkomna stjórn á öllu getur endað með miklum kvíða. En það er ekki hægt að stjórna öllu. Með því að hætta að einbeita sér að því sem þú hefur enga stjórn á geturðu aukið hamingju þína og minnkað stress.

Það hefur ekki áhyggjur af því að geðjast öllum

Fólk dæmir oft sjálft sig út frá því hvað öðru fólki þykir um það. Það er algjör andstæða við það sem telst vera andlegur styrkur. Það er tímaeyðsla að hafa áhyggjur af því hvað öðrum finnst.

Það er ekki hrætt við að taka meðvitaða áhættu

Fólk er oft hrætt við að taka áhættu hvort sem er fjárhagslega eða persónulega. Það er gott að taka meðvitaða áhættu og þá þarf fólk að spyrja sig spurning út í áhættuna.

Það dvelur ekki í fortíðinni

Það sem gerðist í gær tilheyrir fortíðinni. Það er engin leið að breyta því og að dvelja í foríðinni hefur slæm áhrif á þig og getur komið í veg fyrir að vera hamingjusamur. Það er hins vegar í lagi að hugsa um fortíðina til þess að læra af henni.

Það gerir ekki sömu mistökin aftur og aftur

Með því að velta fyrir sér fyrri mistökum geturðu komið í veg fyrir að endurtaka mistökin. Það er mikilvægt að skoða hvað þú gerðir vitlaust, hvað þú getur gert betur og hvað þú mundir gera öðruvísi næst.

Það tekur velgengni annarra ekki illa

Að einbeita sér að velgengni annarra truflar þig bara á leið þinni að þínum markmiðum.

Það gefst ekki upp eftir fyrstu mistökin

Það tekur tíma að ná velgengni og það þarf oftast að takast á við einhvers konar hindranir. Mistökin gera þig bara sterkari.

Það hræðist ekki að vera eitt með sjálfu sér

Með því að vera einn með sjálfum sér hefur maður tíma til að hugsa og vinna þar með í markmiðum sínum.

Þeim finnst ekki eins og heimurinn skuldi þeim eitthvað

Lífið er ekki alltaf sanngjarnt og það þýðir ekki að vera reiður út í heiminn vegna mistaka eða lítillar velgengni. Það þarf að vinna fyrir hlutunum, þannig er lífið. Lykillinn er að leggja sig fram, taka gagnrýni og vera meðvitaður um galla sína. Fólk verður bara fyrir vonbrigðum þegar það fer að bera sig saman við aðra.

Það býst ekki við árangri strax

Fólk þarf að hafa þolinmæði. Hlutirnir gerast ekki á einni nóttu og þess vegna er mikilvægt að vera með raunhæfar væntingar.

Bill Gates.
Bill Gates. mbl.is/AFP
mbl.is

Bað alltaf um það sama í förðunarstólnum

Í gær, 18:00 Lydia F. Sellers sá um hár og förðun á Meghan Markle í tvö ár áður en hún trúlofaðist Harry Bretaprins. Sellers segir áreynsluleysi einkenna útlit Meghan Markle. Meira »

Sveinbjörg Birna selur húsið

Í gær, 15:00 Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir borgarfulltrúi hefur sett raðhús sitt við Bakkasel í Breiðholti á sölu. Húsið er 253 fm og var byggt 1974. Meira »

Sex ára með 180 þúsund króna tösku

Í gær, 12:00 Blue Ivy dóttir Beyoncé og Jay-Z er sex ára og gengur um með tösku frá Lous Vuitton og í leðurjakka frá Givenchy.   Meira »

Í stærð 16 og hamingjusöm

í gær Hunter McGrady sat fyrir í sundfatablaði Sports Illustrated. McGrady sem er stærri en flestar hinar stelpurnar í blaðinu leið ömurlega í stærð tvö. Meira »

Ertu búin að finna Le Mépris rauðan?

í gær Kvikmyndin Le Mépris (Contempt) er án efa ein fallegasta mynd sögunnar. En rauði liturinn úr myndinni er nú vinsælasti rauði litur tískunnar. Meira »

Sex sambandsráð Kristen Bell

í fyrradag Leikarahjónin Kristen Bell og Dax Shapard eru hamingjusamlega gift og fara reglulega í hjónabandsráðgjöf. Bell kann því nokkur ráð þegar kemur að því að láta sambönd ganga upp. Meira »

Katrín stakk í stúf í grænu

í fyrradag Á meðan konur á BAFTA-verðlaunahátíðinni mættu flestar í svörtu mætti Katrín hertogaynja í grænum kjól.   Meira »

Marmari og stuð í Hafnarfirði

í fyrradag Við Vörðustíg í Hafnarfirði stendur sjarmerandi hús með ákaflega fallegu eldhúsi. Svört eldhúsinnrétting prýðir eldhúsið og marmaraborðplata setur setur punktinn yfir i-ið. Meira »

Hjörvar og Heiðrún eignuðust son

í fyrradag Útvarpsstjarnan Hjörvar Hafliðason og lögmaðurinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir eignuðust son á laugardaginn. Móður og barni heilsast vel. Meira »

Hér æfir Anna þegar hún er í New York

19.2. „New York er ein af uppáhaldsborgunum mínum og fer ég þangað nánast árlega til þess að viða að mér þekkingu og nýjum hugmyndum. Ég á nokkrar uppáhalds „boutique“ stöðvar þar sem eru litlar stöðvar sem bjóða bara upp á eitthvað ákveðið en ekki hefðbundnar stöðvar sem hafa tækjasal og bjóða upp á kannski fullt af opnum tímum. Meira »

Plöntur eiga ekki heima í svefnherberginu

19.2. Samkvæmt feng shui-fræðum ættu plöntur ekki að vera í svefnherberginu. Plöntur eru orkumiklar en svefnherbergið á að vera friðsælt og rólegt. Meira »

Áhrifamestu bloggarar heims

18.2. Víðsvegar um heiminn eru bloggarar að fjalla um áhugaverða hluti. Hér er samantekt um áhrifamestu erlendu bloggarana sem vert er að fylgja á netinu. Meira »

Fá fullnægingu með hvor annarri

18.2. Sigga Dögg er vinsæll fyrirlesari þar sem hennar meginviðfangsefni er kynlíf. Hún segir að konur eigi auðveldara með að fá fullnægingu með hvor annarri. Meira »

Passar skammtastærðirnar og forðast sól

18.2. Fyrirsætan Maye Musk er ekki bara móðir Elon Musk heldur líka næringarfræðingur sem skrifaði undir fyrirsætusamning 68 ára við eina stærstu fyrirsætuskrifstofu í heimi. Meira »

Lífstíðaruppsögn vegna kynferðisofbeldis?

18.2. Þeir sem verða fyrir ofbeldi á vinnustað, og má þar þá líka nefna einelti sem eitt form af ofbeldi á vinnustað, veigra sér við að tilkynna slíkt með formlegum hætti, m.a. af hræðslu við hvað bíður þeirra í kjölfarið. Það er í sjálfu sér alveg skiljanlegt þó svo að það sé ekki í lagi. Meira »

Pör sem rífast eru hamingjusamari

17.2. Rifrildi eru ekki endilega merki um að sambandið sé ekki nógu sterkt. Pör sem rífast á áhrifaríkan hátt eru sögð vera tíu sinnum líklegri til þess að vera í hamingjusömu sambandi en þau pör sem takast ekki á við vandamálin. Meira »

Eru lambhúshettur töff?

18.2. Góðar fréttir fyrir Íslendinga berast af tískupöllunum í New York. Lambhúshetta er ekki lengur bara fyrir leikskólabörn með hor niður á höku. Meira »

Prjónaði peysur á forsetahjónin

18.2. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, sést oftar en ekki í fallegri lopapeysu. Kennarinn Ágústa Jónsdóttir prjónaði peysuna og segir uppskriftina einfaldari en hún lítur út fyrir að vera. Meira »

Bill Gates hefur sína veikleika í starfi

17.2. Bill Gates var lengi vel ríkasti maður í heimi. Hann er þó ekki fullkomnari en hver annar og er ekki jafnvígur á öllum sviðum. Meira »

Lovísa fann ástina á Tinder

17.2. Lovísa Kelly var búin að kaupa flugmiða aðra leið heim til Íslands frá Kanada þegar hún hitti Joseph Kelly á Tinder. Lovísa er ekki enn farin til Íslands enda er hún núna gift kona í Kanada. Meira »