Morgunrútína Victoria's Secret-fyrirsætu

Victoria Lee er morgunmanneskja.
Victoria Lee er morgunmanneskja. mbl.is/AFP

Ástralska Victoria's Secret-fyrirsætan Victoria Lee nýtur morgnanna vel. Hún vaknar fyrir allar aldir en borðar þó ekki morgunmat fyrr en klukkan hálfníu eftir að hún er búin að taka vel á því. 

06:15

Lee vaknar eldsnemma enda segist hún vera morgunmanneskja og segir morgnana vera uppáhaldstíma dagsins. Hún er ekki ein af þeim sem blundar í klukkutíma heldur hoppar beint fram úr rúminu og það fyrsta sem hún gerir er að fá sér stórt vatnsglas. Annað sem hún gerir fyrir húðina er að skvetta á sig vatni og bera á sig rakakrem. 

07:00 

Það skiptir máli að vera í sambandi við fjölskyldu sína og það veit Lee sem talar við fjölskyldu sína í Ástralíu á morgnana en sjálf býr hún í New York. Hún fer síðan á æfingu á morgnana. Hreyfingin vekur hana ásamt því sem henni finnst hún afkasta meiru yfir daginn ef hún æfir á morgnana.

08:30

Klukkan hálfníu er hún orðin mjög svöng enda búin að vera vakandi í tvo klukkutíma og búin að hreyfa sig. Hún segist borða morgunmat sama hver plön dagsins eru. Hrærð egg, spínat, avókadó og kaffi er eitthvað sem hún borðar þegar hún hefur tíma annars er það prótíndrykkur með súkkulaðibragði. 

09:30

Klukkan hálftíu er hún komin í vinnuna ef hún þarf að vinna. Henni finnst best að fara fótgangandi og horfa á mannlífið og dýralífið í kringum sig. 

Hvað sem dagurinn ber í skauti sér finnst Victoriu Lee þessi morgunrútína gera sig tilbúna fyrir frábæran dag. 

Victoria Lee.
Victoria Lee. mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál