Berglind opnar nýjan vefmiðil

Berglind Guðmundsdóttir opnar nýjan vefmiðil.
Berglind Guðmundsdóttir opnar nýjan vefmiðil. mbl.is/Kristinn Magnússon

Berglind Guðmundsdóttir, hjúkrunarfræðingur og markþjálfi, hefur opnað nýjan vefmiðil. Miðillinn heitir Salina og segir Berglind frá því á félagsmiðlinum Facebook að hann sé hugsaður sem vettvangur fyrir konur til að miðla af þekkingu sinni. 

Berglind rennur ekki blint í sjóinn en hún var einn vinsælasti matarbloggari landsins í nokkur ár þegar hún birti reglulega færslur á matarblogginu Gulur, ræður, grænn og salt. Berglind hefur dregið töluvert úr því að birta uppskriftir á vefsíðunni eftir því sem liðið hefur á árið. Í byrjun árs var félag hennar tekið til gjaldþrotaskipta. 

Heilsa, lífstíll, fjármál og fjölskylda

Nýi vefurinn virðist vera annars konar miðill en matarbloggið að því fram kemur í færslu Berglindar á Instagram. 

„Undanfarin ár hef ég orðið þess heiðurs aðnjótandi að kynnast ógrynni af öflugum konum sem eiga það sameiginlegt að láta, með einum eða öðrum hætti, gott af sér leiða. Hugmyndin um að skapa vettvang fyrir þessar konur og fleiri kom til mín fyrir nokkru og varð sífellt háværari, allt þar til ég ákvað að láta slag standa. Það gefur nefnilega lífi mínu lit að skapa eitthvað og tvöfaldur bónus ef aðrir njóta í leiðinni.

Salina er vefmiðill þar sem fjallað er um heilsu, lífsstíl, fjármál, fjölskyldu og margt fleira. Markmiðið með Salina er að gefa konum rödd og gefa þeim tækifæri til að fræða, efla og gleðja, með kærleikann að leiðarljósi,“ skrifar Berglind. 

Nafn miðilsins er tekið úr íslenska orðinu sálin en vísar líka til ítölsku eyjunnar Salina en þar giftist Berglind sjálfri sér fyrir nokkrum árum. 

Berglind Guðmundsdóttir.
Berglind Guðmundsdóttir. mbl.is/Hari
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál