Gummi kíró á sér leynihlið

Ástríðan liggur í eldamennskunni segir Gummi kíró.
Ástríðan liggur í eldamennskunni segir Gummi kíró.

Kírópraktor­inn Guðmund­ur Birk­ir Pálma­son, bet­ur þekkt­ur sem Gummi kíró, ljóstrar um leynda hæfileika í nýjasta þættinum af Tölum um með Gumma kíró. Í þættinum ræðir hann við mæðgurnar Margréti Jónasar og Helgu Gabríelu Sigurðardóttur sem báðar vinna með mat. 

Gummi segist stundum hugsa hvernig það væri að eiga fleiri en eitt líf og vinna við eitthvað annað. Hann væri kokkur í næsta lífi. 

„Ef ég væri ekki kírópraktor væri ég kokkur. Alveg 100 prósent ég get lofað ykkur því. Ég væri pottþétt búinn að opna einhvern veitingastað. Mér finnst þetta svo skemmtilegt,“ segir Gummi.

Hann lærði kírópraktorsfræðin í Svíþjóð en þá ræktaði hann mataráhugann vel. „Þegar ég var að læra kírópraktorinn var ég með matarblogg sem hét The Icelandic Chef. Þá var ég á hverjum einasta degi á fullu í þessu,“ viðurkennir hann. 

Gummi sem er ekki bara einn vinsælast kírópraktor á landinu og einn best klæddi maður Íslands er greinilega töframaður í eldhúsinu líka. Hann á það til að deila matreiðslunni með fylgjendum sínum á Instagram. Hann er tilbúinn með matreiðslubókina þegar kallið kemur. 

„Ég er búinn að útbúa heila kokkabók með myndum og öllu, hún er tilbúin í prent,” segir Gummi og fær hvatningu frá mæðgunum að láta verða að því að gefa bókina út. 

Hægt er að hlusta á hlaðvarpsþáttinn Tölum um með Gumma Kíró á öllum helstu streymisveitum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál