„Aldrei hefði mér dottið í hug að við myndum enda sem par“

Lína Birgitta og Guðmundur Birkir Pálmason hafa verið saman í …
Lína Birgitta og Guðmundur Birkir Pálmason hafa verið saman í fjögur ár. Ljósmynd/Elísabet Blöndal

Athafnaparið Lína Birgitta Sigurðardóttir og Guðmundur Birkir Pálmason, betur þekktur sem Gummi kíró, fögnuðu því á dögunum að fjögur ár séu liðin frá því þau fóru á fyrsta stefnumótið. Í tilefni dagsins birtu þau fallegar myndir af sér saman. 

Lína Birgitta og Gummi fóru fyrst að sýna frá hvort öðru á samfélagsmiðlum í febrúar 2020 þegar þau fóru til Lundúna saman. Síðan þá hefur ástin sannarlega blómstrað hjá parinu, en haustið 2022 fór Gummi svo á skeljarnar og bað Línu í borg ástarinnar, París. 

Fjögur ár frá fyrsta stefnumótinu

„4 ár með main man @gummikiro. Aldrei hefði mér dottið í hug að við myndum enda sem par og hvað þá að meika hvort annað svona lengi. Elska þig ástin mín & spennt fyrir fleiri ævintýrum með þér!“ skrifaði Lína Birgitta við fallega myndaröð af parinu. 

Þá birti Gummi einnig fallega færslu á sambandsafmælinu. „4 ár frá fyrsta stefnumóti og verið saman (nánast upp á dag) síðan, ég elska þig.“

Smartland óskar þeim innilega til hamingju með ástina!

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál