Lína Birgitta og Gummi Kíró trúlofuð

Lína Birgitta og Gummi Kíró ástfangin í París.
Lína Birgitta og Gummi Kíró ástfangin í París. Ljósmynd/Arnór Trausti

At­hafna- og áhrifa­valdap­arið Lína Birgitta Sig­urðardótt­ir og Guðmund­ur Birk­ir Pálma­son trúlofuðu sig í París á dögunum. Guðmundur, eða Gummi Kiró eins og hann er kallaður, fór á skeljarnar. 

„Þetta kom mér mikið á óvart og ég hélt að hann væri að grínast til að byrja með,“ skrifar Lína Birgitta á Instagram og birti myndir frá bónorðinu. „En svo var ekki og að sjálfsögðu sagði ég já!“

Gummi greinir frá því að bónorðið hafi átt sér stað í Tuileries-garðinum í París. Þau voru stödd í París nýlega þar sem tískumerki Línu tók þátt í tískuvikunni í París. 

Smartland óskar parinu til hamingju með ástina!

mbl.is

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

svarar spurningum lesenda

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu svarar spurningum lesenda

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum um lögfræðileg mál