Margrét og Helga Gabríela byrjuðu aftur að borða kjöt

Mægðurnar Margrét Jónasar og Helga Gabríela Sigurðardóttir hafa áhuga á …
Mægðurnar Margrét Jónasar og Helga Gabríela Sigurðardóttir hafa áhuga á hollu mataræði.

Kírópraktor­inn Guðmund­ur Birk­ir Pálma­son, bet­ur þekkt­ur sem Gummi kíró, ræðir um hollt mataræði í nýjasta þættinum af Tölum um með Gumma kíró. Í þættinum ræðir hann við mæðgurnar Margréti Jónasar og Helgu Gabríelu Sigurðardóttur. 

Mæðgurnar segjast vera nýbyrjaðar að borða aftur kjöt. Þær borða þó ekki hvaða kjöt sem er og velja lífrænt. „Við hættum að borða kjöt 2014 og borðuðum mjög lítið fyrir það. Svo byrjuðum við aftur fyrir um ári síðan,“ segir Margrét. 

Helga Gabríela segist hafa þráð kjöt þegar hún átti von á sínu öðru barni. „Ég byrjaði að fá mér kjöt, við reyndar borðuðum alltaf fisk. Ég byrjaði hægt og rólega að borða smá kjöt, ég keypti þá grasfóðrað nautakjöt, fór hægt í þetta. Frosti maðurinn minn borðaði heldur ekki kjöt. Þannig ég fékk mér þetta stundum og var ekki að elda þetta heima,“ segir Helga Gabríela. 

Byrjaði að borða kjöt heilsunnar vegna

Margrét segist hafa byrjað að borða kjöt aftur fyrir heilsuna. Hún hætti fyrst að borða kjöt þegar hún var unglingur en það var erfiðara að vera grænmetisæta áður fyrr. Áður en hún byrjaði að borða kjöt aftur Hún fannst henni að allir ættu að vera grænmetisætur.

„Ég fattaði að ég var að borða svo mikinn unninn mat. Ég fann að þetta var rosa mikið brauð, pasta, núðlur og gervikjöt. Blóðþrýstingurinn minn var orðinn hár og ég var með bólgur í líkamanum. Þetta var ekki alveg að meika sens. Á ég að halda áfram í þessu þegar ég er komin með háan blóðþrýsting og fara á lyf,“ segir Margrét hafa spurt sig að. 

Hún fór að fylgjast með Paul Saladin sem hefur kallað sig Carnivor MD. Hann er þekktur fyrir að tala fyrir ágæti þess að borða kjöt. Margrét áttaði sig á því að hún þyrfti á dýraafurðum að halda. „Það er búið að borða þetta í hundruðiþúsunda ára. Kjöt, egg, smjör,“ segir hún. Á síðustu áratugum hefur matur breyst mjög mikið og ekki jafn hreinn og áður. 

Mæðgurnar leggja áherslu á að borða ekki unna kjötvöru. Þær tala um lífrænt kjöt, lífræna ávexti og ber og segja jafnvel hafra ekki góða. Þær segja 70 prósent súkkulaði ekki meinhollt þegar innihaldslýsingin er skoðuð.  

Hægt er að hlusta á hlaðvarpsþáttinn Tölum um með Gumma kíró á hlaðvarpsveitum. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál