Nokkur ráð sem tryggja frábærar hægðir

Hnetur og fræ innihalda trefjar sem auðvelda meltingu.
Hnetur og fræ innihalda trefjar sem auðvelda meltingu. Árni Sæberg

Harðlífi er algengt vandamál sem fáir tala um. Vandamálið getur stafað af ýmsum orsökum, allt frá slæmu matarræði til tilfinningalegs ójafnvægis. Á síðu Mindbodygreen er að finna lista yfir ráð sem sjá til þess að klósettferðirnar gangi snurðulaust fyrir sig.

Tjáðu þig

Að halda fast í gremju og neikvæðar tilfinningar getur leitt til kvíða sem eykur streitu. Þegar við erum stressuð og undir álagi er algengt að hægðirnar fari úr skorðum.

Borðaðu trefjar

Sérhver máltíð ætti að innihalda trefjar. Rósakál, blómkál, spergilkál, chia fræ, möluð hörfræ, ýmis ber og lárperur innihalda trefjar sem eru nauðsynlegar fyrir meltinguna og heilbrigða þarmaflóru.

Fóðraðu þarmaflóruna þína

Aspas, ætiþistlar, brún hrísgrjón, súrkál, kimchi og eplaedik innihalda efni sem eru góð fyrir bakteríuflóruna í meltingarveginum.

Ef þú ert óvön/óvanur að neyta súrsaðra matvæla er best að byrja smátt og auka inntökuna jafnt og þétt.

Drekktu vatn

Vatn getur hjálpað við að losa uppsafnaðar hægðir úr ristli þínum. Magnið fer eftir því hversu mikið þú hreyfir þig yfir daginn, en þumalputtareglan er 1,5 lítrar.

Bættu ¼ teskeið af Himalaya salti við vatnið, það bætir vatnsupptöku. Vatnið ætti að vera við stofuhita því það hjálpar vöðvunum til að slaka á.

Fylgdu rútínu

Rútína getur haft góð áhrif á hægðirnar. Til að stuðla að farsælum klósettferðum er gott að byrja morguninn á því að fá sér teskeið af eplaediki leystu upp í heitu vatni. Staðgóður þeytingur sem inniheldur holla fitu og trefjar er síðan ákjósanlegur morgunverður.

Slakaðu á í 15 mínútur áður en þú hefst handa með verkefni dagsins. Gott er að skipuleggja verkefnin sem framundan eru, lesa dagblað eða skemmtilega bloggfærslu.

Stattu við skrifborðið

Mikil seta, sérstaklega eftir mat, hægir á meltingunni. Hægfara melting getur valdið hægðateppu og ójafnvægi í þörmum.

Prófaðu að standa við vinnu þína eftir hádegismat, ef þú átt kost á því.

Bættu kryddjurtum við mataræðið þitt

Kryddjurtir geta haft góð áhrif á ýmis líffæri, svo sem lifur, nýru, maga og milta. Svo eru þær auðvitað ljómandi góðar á bragðið. Þú getur bætt þeim við þeytinga, te, salöt eða matinn þinn almennt.

Prufaðu til dæmis; kúrkúma (e. turmeric), cayenne pipar, engifer, óreganó, svartan pipar, rósmarín, kóríander fræ, negulnagla og kúmen.

Prufaðu Yin jóga

Yin jóga róar hugann og er af mörgum talið stuðla að heilbrigðari beinum, liðum og líffærum. Ef þú sækir Yin jóga tíma lærir þú einnig öndunaræfingar sem þú getur nýtt þér.

Gerðu öndunaræfingar

Þegar andardrátturinn er grunnur eða þvingaður kemst rót á hugann. Streita og kvíði magnast sem getur haft slæm áhrif á meltinguna. Ef þú gerir öndunaræfingar í 10 mínútur á dag getur það hjálpað til við að koma jafnvægi á kerfið á ný.

Borðaðu holla fitu

Þarmarnir okkar þurfa fitu til að virka almennilega. Góð og holl fita, líkt og ólífuolía, ásamt þeirri sem þú færð úr ýmsum hnetum, fræjum, feitum fiski og lárperum hjálpar til við að smyrja innyflin og stuðla að frábærum hægðum.

Taktu magnesíum

Magnesíum hjálpar vöðvum að slaka á og er þar með frábært við hægðartregðu. Margir vilja einnig meina að það sé gott gegn streitu og kvíða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál