Matarplan Kourtney Kardashian

Kourtney Kardashian er mikið heilsugúrú eins og sést á matarplaninu …
Kourtney Kardashian er mikið heilsugúrú eins og sést á matarplaninu hennar. AFP

Elsta Kardashian-systirin, Kourtney Kardashian, er þekkt fyrir heilsusamlegan lífstíl. Raunveruleikastjarnan fer eftir ströngum reglum þegar kemur að mataræði. People greinir frá því að Kardasian hafi greint frá matarplaninu sínu á heimasíðu sinni. 

Á morgnana

Þegar hún vaknar og löngu áður en hún borðar tekur hún kollagen-vítamín og 20 mínútum seinna fær hún sér vatnsglas með einni matskeið af eplaediki. Kardashian segir þessa morgunserimóníu hafa góð áhrif bæði á húðina og á meltinguna. 

Áður en hún fer í ræktina fær hún sér avakadóbúðing. „Það tekur aðeins nokkrar mínútur að útbúa hann og hann færir mér holla fitu sem gefur mér orku áður en ég hreyfi mig,“ sagði hún sem fær sér hafragraut eftir æfingu. 

Yfir daginn

Kardahsian er hrifin af lífrænu grænmeti og fær hún sér yfirleitt salat í hádegismat með annaðhvort kjúklingi eða laxi. Salatdressinguna gerir hún sjálf enda þarf hún að vera sykurlaus. Í millimál fær hún sér grænmeti, avakadóhummus, möndlur eða ávexti.

Kvöldin

Fyrir kvöldmat fær hún sér seinni eplaediksskammtinn. Kvöldmaturinn er í léttari kantinum og verða súpur gjarnan fyrir valinu. Ferskur aspars, sætar kartöflur og rauðrófur lenda oft í súpunum hennar.

Kardashian getur ekki án sætindanna verið. Hún úðar þó ekki í sig neinu venjulegu súkkulaði heldur fær sér matcha chia-graut. 

Raunveruleikastjarnan sem hefur sjaldan verið í jafngóðu formi 38 ára segist stundum fara út af hollustusporinu. „Af því þú þarft að lifa lífinu,“ sagði hún. 

mujer feliz

A post shared by Kourtney Kardashian (@kourtneykardash) on Jan 25, 2018 at 2:10pm PST


 

Kourtney Kardashian er elsta Kardashian-systirin.
Kourtney Kardashian er elsta Kardashian-systirin. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál