Lykillinn að skornum maga Skarsgårds

Alexander Skarsgård í hlutverki Tarsans.
Alexander Skarsgård í hlutverki Tarsans. ljósmynd/Warner Bros

Magavöðar leikarans Alexanders Skarsgårds voru svo rosalegir í myndinni The Legend of Tarzan sem kom út árið 2016 að enn er verið að tala um þá. Magnus Lygdback segir í nýlegu viðtali við Men's Health að hann mæli ekki með mataræðinu sem Skarsgård var á fyrir alla. 

Lygdback segir að Skarsgård hafi þurft að taka vel á og fara öfgafulla leið til þess að ná þessu útliti þar sem tíminn var knappur. Hann skiptir ferlinu í þrennt: 1. Byggja líkamann upp. 2. Niðurskurður. 2. Að viðhalda árangrinum. 

Skarsgård var 90 kíló þegar hann byrjaði að undirbúa sig. Þjálfarinn lét hann því borða 135 grömm af prótíni, 70 grömm af fitu og 200 grömm af kolvetnum á hverjum degi.

Í öðrum og þriðja hlutanum segir Lygdback að sænski leikarinn hafi borðað mikið af sjávarfangi. Tvisvar á dag borðaði hann eitthvað eins og brún hrísgrjón, kínóa og bygg. Hann var einnig duglegur að borða lárperur og ósaltaðar hnetur. 

Þetta þýddi að Skarsgård borðaði engan sykur eða einföld kolvetni á borð við brauð, pasta, ávexti og djús. Leikarinn hélt sig líka frá mjólkurvörum og glúteni. „Ef ég þarf að koma þér í toppform og ég hef aðeins nokkrar vikur tek ég enga áhættu,“ segir Lygdback og segir nauðsynlegt að sleppa mjólkurvörum og glúteni. 

Þegar leikarinn vaknaði tók hann engiferskot. Eftir 30 mínútna brennsluæfingu var morgunmatur þar sem hann borðaði fjögur egg, spínat og annað grænmeti. Þremur klukkutímum seinna fékk hann sér millibita sem gat verið rækjur. Í hádegismat borðaði hann mikið grænmeti, sætar kartöflur og lax. Seinnipartinn borðaði hann aftur smá sjávarfang, kannski humar. Hann fór þá á lyftingaæfingu í klukkutíma. Í kvöldmat borðaði hann svipað og í hádeginu. 

Það þarf líklega ekki að taka það fram aftur en eins og þjálfarinn segir er þetta ekki megrunarkúr fyrir alla. Svo hafa líklega ekki allir efni á því að fá sér humar í kaffitímanum.

Swedish actor Alexander Skarsgard arrives for the 14th Annual Tribeca …
Swedish actor Alexander Skarsgard arrives for the 14th Annual Tribeca Film Festival Artists Dinner hosted by Chanel at Balthazar restaurant on April 29, 2019 in New York. (Photo by ANGELA WEISS / AFP) ANGELA WEISS
mbl.is