Hvers vegna áttu að gera hnébeygju?

Ljósmynd/Unsplash

Sérfræðingar á íþróttasviðinu segja að hnébeygja sé ein besta æfing í heimi. En hvers vegna er það?

Ef þú ætlar bara að gera eina æfingu þá er hnébeygja sú æfing sem flestir þjálfarar mæla með. Alveg sama hvort þú notar lóð eða gerir hana bara með eigin líkamsþyngd. Aðalástæðan er sú að með hnébeygju notar þú alla vöðva líkamans en ekki bara fætur og rass. Ef þú heldur að þú fáir stór læri og ægilega vöðva af hnébeygju þá er það misskilningur.

„Að gera reglulega hnébeygju eykur líka liðleika líkamans meira en nokkur önnur æfing því rétt framkvæmd hnébeygja er náttúruleg hreyfing líkamans. Ef við horfum t.d. á ung börn sjáum við að þau beygja rétt þegar þau ná í hlut af gólfinu. Eins ef þú þarft að reima skóna hjá þér þá beygir þú þig niður líkt og í hnébeygju,“ segir á vefnum líkami & lífsstíll.

Hnébeygja er frábær æfing sem mótar alla stærstu vöðva líkamans. Hún styrkir og mótar lærin, rassinn, neðra bak og kviðvöðva. Þú færð flotta fætur og ef þú notast við lóð þá nærðu jafnvel að móta vöðvana í handleggjum.

Hnébeygja hjálpar þér að brenna kaloríum. Í hnébeygju notar þú mjög stóra vöðva og því brennir þú umtalsvert miklu af kaloríum sem hraðar minnkun á líkamsfitu og því nærðu fyrr að tóna líkamann. Ef þú bætir við lóðum brennir þú kaloríunum enn hraðar. Með öðrum orðum, hraðari fitubrennsla.

Betri liðleiki. Hnébeygjan nær að móta helstu og stærstu vöðva líkamans sem bætir liðleikann.

Sterkari lungu og hjarta. Þegar þú gerir hnébeygjur verður þú móð/ur sem styrkir hjartavöðvann og lungun.

Bætir hormónaflæði. Hnébeygja virkjar marga vöðva líkamans sem leiðir til aukningar á hormónum til að stækka vöðvana.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál