Það tók Barrymore 45 ár að læra á líkamann

Drew Barrymore birti þessa samsettu mynd af sér á Instagram.
Drew Barrymore birti þessa samsettu mynd af sér á Instagram. Skjáskot/Instagram

Leikkonan Drew Barrymore opnaði sig um hvernig líkami hennar hefur breyst í gegnum árin. Hún segir að fólk eigi ekki að láta konur sem komast strax í form eftir barnsburð plata sig. Segir hún það hafa tekið sig 45 ár að læra hvernig hún eigi að vera í jafnvægi. 

Barrymore segist vera þakklát fyrir að hafa getað eignast tvö börn og hafi hún tekið glöð á móti afleiðingunum. 

„Hafandi sagt það þá hafa komið tímar þar sem ég hef staðið í fataherberginu og bara grátið. Hatað að klæða mig. Leið ekki vel! Það er svo erfitt fyrir mig að líta sæmilega út. Ég verð að borða rétt og æfa vel,“ segir Barrymore og segist ekki geta komið í veg fyrir að hún hafi tilhneigingu til þess að líta út eins og auglýsing fyrir tilbúið kökudeig.

„Ef ég hef litið sómasamlega út í einhverju sem ég hef gert síðan ég eignaðist börnin mín tvö er það vegna þess að ég hef klórað mig þangað. Þú getur það líka!“

Barrymore segist nú fylgja hinum gullna meðalvegi. Aðferð hennar er ekki fullkomin en hún er í anda hennar sjálfrar. Þakkar hún einnig einkaþjálfaranum sínum Marnie Alton fyrir að vera á þeim stað sem hún er í dag. 

View this post on Instagram

I go up and I go down. The rollercoaster of my body is a challenging, but beautiful ride. I made two kids. The single most important purpose for me being on this planet is for them! It is a true miracle I was able to have these two girls. So whatever the aftermath on my body, well bring it on! That said, there have been times i have stood in my closet and just cried. Hated getting dressed. Didn’t feel good! It takes so much for me to look decent. I have to eat just right and Work my ass off! I cannot fight the fact that I have the propensity to be the Pillsbury dough boy! (Now all I can think about is crescent rolls) So DON’T Be fooled by what you see when people are thin right after baby. Don’t compare yourself to the magazines and the red carpets. If I looked decent on anything I have done since I had my two kids, I have clawed my way there. You can too! However, it is hard to sustain and can take a lot of the joy out of life with food. But not anymore. NOW I have found that elusive B called BALANCE. 45! It only took 45 years to find myself. Right where I am supposed to be. And it’s not perfect. But it’s me. And most importantly, I want to share it with you. Ps this is the power of @marniealton, she’s the one who helped me be @santaclaritadiet ready! #WELLNESSWEEK

A post shared by Drew Barrymore (@drewbarrymore) on Feb 19, 2020 at 8:25am PST

mbl.is