Lenti á botninum eftir 27 ára afmælið

Florence Welch glímdi við fíknisjúkdóm og átröskun.
Florence Welch glímdi við fíknisjúkdóm og átröskun. TOLGA AKMEN

Tónlistarkonan Florence Welch fagnaði sjö ára edrúafmæli á dögunum. Hún hætti að drekka áfengi og neyta fíkniefna stuttu eftir 27 ára afmælið sitt eftir að móðir hennar hélt ræðu þar sem hún grátbað vini hennar að halda henni á lífi. 

Welch er hvað þekktust fyrir að vera aðalsöngkona hljómsveitarinnar Florence + The Machine. Móðir hennar minntist á það í ræðu sinni á 27 ára afmælisdaginn hennar að hún vildi ekki að dóttir sín yrði hluti af „27-klúbbnum“. Klúbburinn er ekki klúbbur heldur hópur þekktra listamanna sem hafa látist 27 ára gamlir. Þar á meðal eru Kurt Cobain, Amy Winehouse, Jimi Hendrix og Janis Joplin. 

Florence Welch.
Florence Welch. Joel Ryan

Florence opnaði sig í persónulegri frásögn í breska Vogue árið 2019 þar sem hún talaði um af hverju hún ákvað að hætta að neyta fíkniefna. 

„Ég hafði ekki miklar áhyggjur af því hvort ég myndi vakna aftur til lífsins,“ sagði Welch. Auk fíknisjúkdómsins glímdi hún einnig við átröskunarsjúkdóm. 

„Ég veit ekki hvort það var fyrir pressu frá samfélaginu, eða vegna genanna, eða fullkomnunaráráttu eða kvíða (átröskun og fíkn eru algeng í fjölskyldunni), en einhvern veginn lærði ég að ég væri ekki nógu góð, ekki nógu klár, ekki nógu grönn. Ég var alltaf svo reið við sjálfa mig. Ég veit ekki hvernig það gerðist. Ég er enn að reyna að skilja af hverju ungar konur fara í stríð við sjálfa sig,“ sagði Welch.  

View this post on Instagram

A post shared by Florence Welch (@florence)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál