Fékk gráa fiðringinn og hreinsaði Instagram

Fred Durst kominn með gráa fiðringinn
Fred Durst kominn með gráa fiðringinn Skjáskot/Instagram

Hinn bandaríski söngvari nýþungarokkshljómsveitarinnar Limp Bizkit, Fred Durst, virðist vera kominn með gráa fiðringinn. Durst virðist hafa enduruppgötvað sjálfan sig, en á dögunum hreinsaði þessi fimmtugi söngvari allt út af reikningi sínum á samfélagsmiðlinum Instagram. Hann hefur sett inn tvær nýjar myndir.

Myndirnar eru sjálfur sem hann tók nýverið. Á myndunum skartar hann þykku gráu hári og gráu skeifuskeggi. „Ég hugsa um þig 70 ára aldur,“ skrifaði hann við eina myndina og svo: „Pabbastemning í Chicago,“ við aðra.  

Limp Bizkit kemur fram á fjögurra daga tónlistarhátíðinni Lollapalooza sem fer fram í Chicago þessa helgi. Tónlistarhátíðin mun fara fram þrátt fyrir aukningu smita í Bandaríkjunum. Gert er ráð fyrir að gestir hátíðarinnar verði rúmlega 100 þúsund. Í fréttatilkynningu frá hátíðinni er greint frá því að gestir verði að framvísa neikvæðu Covid-prófi eða staðfestingu á bólusetningu við inngang svæðisins. Hátíðarhaldarar mælast til þess óbólusettir gestir noti grímu á svæðinu.

ABC

View this post on Instagram

A post shared by Fred Durst (@freddurst)

mbl.is