Edrú í átta ár og þakklátur fyrir fjölskylduna

Josh Brolin er búinn að vera edrú í átta ár.
Josh Brolin er búinn að vera edrú í átta ár. AFP

Leikarinn Josh Brolin hefur haldið sig frá áfengi í átta ár. Hann fagnaði áfanganum með langri færslu þar sem hann lofsamaði sitt áfengislausa líf og sagðist lifa mun betra lífi eftir að hann setti tappann í flöskuna. 

„Edrúmennskan er að elska án þess að allar hugsanir snúist um hvaða áhrif það hefur á þig sjálfan. Að vera edrú er andartak þar sem þú getur elskað og notið gleðinnar sem aðrir njóta. Edrúmennskan er að vita muninn á sjálfelsku og heiðarleika,“ skrifaði Brolin á Instagram. 

Brolin segist vera gríðarlega þakklátur fyrir eiginkonu sína Kathryn Boyd. Boyd gaf honum einmitt bréf þar sem hún sagði honum hversu þakklát hún væri fyrir það að hann hefði hætt að drekka. 

„Að vera edrú er líka þegar börnin þín horfa á þig og treysta því sem þau sjá. Þú sérð það á augum þeirra, þegar þau standa fyrir framan þig,“ skrifaði Brolin. 

Hann þakkar einnig Guði fyrir áfangann og fjölskyldu sinni og vinum fyrir stuðninginn í gegnum árin. 

View this post on Instagram

A post shared by Josh Brolin (@joshbrolin)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál