Þykir liðugri en fólk á sama aldri

Victoria Beckham á það til að slengja fætinum upp í …
Victoria Beckham á það til að slengja fætinum upp í loft án fyrirhafnar. mbl.is/AFP

Breska tískudrottningin og fyrrverandi kryddpían, Victoria Beckham, heldur áfram að sýna liðleikann sem hún býr yfir með því að birta tvær myndir af sér á Instagram teygja annan fótlegginn hátt upp í átt að höfðinu. Samkvæmt frétt frá Daily Mail er þetta ekki í fyrsta skipti sem tískukryddið vekur athygli með þessari stellingu.

Victoria var á leið sinni til Parísar þegar myndirnar voru teknar en það var tengdadóttir hennar, Mia Regan, sem smellti þeim af. Victoria, sem er orðin 47 ára gömul, er í býsna góðu líkamlegu formi miðað við marga jafnaldra sína en liðleiki er eitt aðalsmerki líkamlegs hreystis. Aðdáendur hafa skrifað fjöldamörg skilaboð við myndafærsluna og bent henni á að líklega sé hún liðugri en margir á sama aldri.

Segja má að þessi einkennilega stelling sé orðin „trend“ á samfélagsmiðlum en margir aðdáendur hennar hafa farið að hennar fordæmi og tekið myndir af sér í sömu stellingu undir myllumerkinu #VBPose. 


  

mbl.is