Ertu að ganga með þér eða frá þér?

Guðni Gunnarsson, eigandi Rope Yoga-setursins, er frumkvöðull sem andlegur leiðbeinandi og lífsþjálfi á Íslandi. Um þessar mundir býður Guðni lesendum mbl.is upp á 14 daga áskorun. Áskorunin snýst um að auka vellíðan og vitræna nálgun á huga og sál í nokkrum skrefum. Með hverju nýju skrefi hefst ný áskorun sem er upphafið að nýrri vegferð í átt að velsæld. 

Ást og hamingja haldast í hendur. Það er okkar að ákveða hvort við viljum elska og vera elskuð. Erum við að ganga með okkur eða ganga frá okkur? Ef við elskum okkur ekki þá getum við ekki þegið ást frá öðrum.

Kærleikurinn er mikilvægt vopn. Að bera umhyggju fyrir sjálfum sér og öðrum hámarkar hátterni okkar og hamingju.

„Ást og gleði er ljóm-andi með skýr áform. Gleði er val um að vera ljómandi vera sem dreifir ljósi og ilmi hamingjunnar, áhengjulaust. Gleði er hunang hjartans, bros ljósveitunnar, áburður velsældar og allsnægta. Í þakklæti er enginn skortur, aðeins samhygð, umhyggja, kærleikur, fullnægja og uppljómun.“

Guðni skorar á alla að þjálfa brosið. Það að geta brosað með augunum getur breytt viðnámi í velsæld.

„Bros er bros og hlátur er hlátur, en það er mikill munur á brosandi haus eða brosandi hjarta. Sálin brosir með hjartanu og ljósglampinn opinberast í augunum og er um leið tenging við allt sem er. Þjálfaðu bros augna þinna. Þegar við brosum þá breytum við efnahvörfum líkamans úr ótta, vörn og viðnámi í traust og velsæld. Bros er værð og birting þakklætis á meðan grettan opinberar vanþakklæti og skort fýlupúkans.“ 

Guðni segir hamingju og gleði stærstu viðhorf ástarinnar og þau ráðist út frá ákvörðun og þjálfun. Þjálfun á gleði og þakklæti getur framkallað tilfinningar hamingjunnar. Allt snýst þetta um þitt val því þú hefur völdin. Þitt er brosið.

Við bjóðum þér í 14 daga ferðalag þar sem þú þróar þína hamingju út frá nokkrum einföldum skrefum. Leyfðu þér að vera ást. Leyfðu þér að njóta hamingjunnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál