Hugvitsamleg barnaherbergi

Hér hefur gamli stofuskenkurinn öðlast nýtt líf inn í barnaherberginu …
Hér hefur gamli stofuskenkurinn öðlast nýtt líf inn í barnaherberginu þar sem hann nýtur sín einstaklega vel í hvítu umhverfinu. mbl.is/Odeedoh

Flesta fagurkera dreymir um að búa börnum sínum falleg barnaherbergi. Æskilegast er að þar fari saman góð nýting á rými, glaðlegir litir eða eitthvað sem örvar ímyndunarafl barnsins. Herbergið þarf alls ekki að vera stórt og oft er nóg að stúka af lítið rými ef að íbúðin er lítil. Það er því ekki stærðin sem skiptir máli heldur gæðin. Í litlum rýmum ríður á að nota hugvitið og þar koma kojur að góðum notum. Þá er hægt að hafa svefnrými barnsins í einhverri hæð og nýta síðan rýmið sem myndast undir rúminu fyrir skrifborð, leiksvæði eða annað.

Mikilvægt er að hafa góðar hirslur svo að allt eigi sér sinn stað. Hægt er að fá sniðugar lausnir í verslunum á borð við IKEA, auk þess sem gömul húsgögn má endurnýta með því að mála þau (ef þess þarf) og nota sem hirslu í barnaherbergi. Því glaðlegri sem litapallettan er því ævintýralegra verður herbergið.

Málning er besti vinur fagurkerans enda má vinna kraftaverk með pensil í höndunum. Hægt er að mála munstur á vegginn, eða, ef viðkomandi er flinkur, mála hreinlega myndir á vegginn sjálfan.

Rúsínan í pylsuendanum er svo ef að einhver í fjölskyldunni eða góður vinur er flinkur smiður. Þá eru fagurkeranum allir vegir færir. Á meðfylgjandi myndum má sjá falleg barnaherbergi þar sem ýmsar sniðugar hugmyndir hafa fengið að njóta sín og útkoman er eintaklega góð. 

Hér er búið að smíða heilt tréhús inn í herbergið. …
Hér er búið að smíða heilt tréhús inn í herbergið. Ótrúlega skemmtilegt og eitthvað sem alla krakka myndi langa í. mbl.is/Odeedoh
Einfalt og fallegt. Hér eru ræður mýktin og drappaðir litir …
Einfalt og fallegt. Hér eru ræður mýktin og drappaðir litir mynda fallega skel utan um vögguna. Áberandi fallegur er stóllinn sem hefur verið yfirdekktur og öðlast nýtt líf. mbl.is/Odeedoh
Skemmtileg lausn sem hefur án efa fallið vel í kramið …
Skemmtileg lausn sem hefur án efa fallið vel í kramið hjá eigendunum. Þetta er skemmtilegt tilbrigði við hefðbundna koju og málningin á veggnum setur punktinn yfir i-ið. mbl.is/Odeedoh
Ótrúlega falleg koja sem er sannarlega óvenjuleg.
Ótrúlega falleg koja sem er sannarlega óvenjuleg. mbl.is/Odeedoh
Hér hefur gömul kommóða öðlast nýtt líf með aðstoð málningar.
Hér hefur gömul kommóða öðlast nýtt líf með aðstoð málningar. mbl.is/Odeedoh
Hér hefur smiðurinn í fjölskyldunni fengið að njóta sín. Ótrúlega …
Hér hefur smiðurinn í fjölskyldunni fengið að njóta sín. Ótrúlega fallegt lítið hús sem að nýtist sem rúm, setustofa, varðturn og kastali. mbl.is/Odeedoh
Fallegur litur á veggjunum getur umbreytt herberginu.
Fallegur litur á veggjunum getur umbreytt herberginu. mbl.is/Odeedoh
Skandinavískt og fallegt. Hér er barnarýmið ekki sérlega stúkað af. …
Skandinavískt og fallegt. Hér er barnarýmið ekki sérlega stúkað af. Það stingur þó engan vegin í stúf við aðra hluta íbúðarinnar enda ótrúlega fallegt og einfalt. Það er engin regla sem kveður á um að allt sem tengist börnum þurfi að vera úr takti við aðra hluta heimilisins. mbl.is/Odeedoh
Sígunavagn í svefnherberginu. Fyrir þá sem eru sérstaklega handlagnir þá …
Sígunavagn í svefnherberginu. Fyrir þá sem eru sérstaklega handlagnir þá er ekki úr vegi að klambra saman svo sem einum sígunavagni. Lítil hús breytast í undraveraldir í hugum barna og því ljóst að ef þú getur þá endilega skaltu. mbl.is/Odeedoh
Hér er búið að byggja ævintýrahús mitt í ævintýraskógi. Leikgleðin …
Hér er búið að byggja ævintýrahús mitt í ævintýraskógi. Leikgleðin alls ráðandi og þemað skýrt. mbl.is/Odeedoh
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál