Hversu oft þarf að þrífa heimilið?

Það borgar sig að þrífa reglulega.
Það borgar sig að þrífa reglulega. mbl.is/Thinkstockphotos

Þrifáhugi landsmanna hefur ekki verið jafnmikill lengi. Heimilisþrif eru flestu fólki hugleikin og eru ekki bara viðfangsefni Sólrúnar Diego. Vísindamenn hafa sínar skoðanir á heimilisþrifum þar sem bakteríur eru jafnan í aðalhlutverki. MyDomaine fór yfir hvað vísindin benda á í þessum efnum. 

Rúmfötin

Mælt er með því að skipta um rúmföt á einnar til tveggja vikna fresti. 

Baðið

Baðið ætti að þrífa jafn oft og klósettið eða einu sinni í viku. Samkvæmt bandarískri rannsókn eru fleiri bakteríur í baðkari en í ruslatunnu. 

Ísskápurinn 

Þrífa ætti ísskápinn reglulega eða einu sinni í mánuði og þá er grænmetisskúffan sérstaklega mikilvæg. 

Ísskápinn þarf að þrífa reglulega.
Ísskápinn þarf að þrífa reglulega. mbl.is/Thinkstockphotos

Lyklaborðið

Á lyklaborðinu má finna alls kyns óhreinindi svo það væri gott að þrífa það eins og einu sinni í viku. Þá má ekki gleyma lyklaborðinu í vinnunni. 

Mottur

Mottur eru vinsælar en það er víst ekki nóg að ryksuga þær öðru hverju, þær þarf að þrífa almennilega einu sinni á ári. 

Örbylgjuofninn

Mælt er með því að örbylgjuofninn sé þrifinn einu sinni í viku. Þó má geta sér til um að það fari eftir hversu mikið hann er notaður. 

Baðhandklæðið

Ekki ætti að nota sama handklæðið eftir sturtu í eina til tvær vikur nema ef farið er í sturtu tvisvar í viku. Gott er að henda baðhandklæðinu í þvott eftir þrjá daga. 

Best er að skipta um rúmföt á eins til tveggja …
Best er að skipta um rúmföt á eins til tveggja vikna fresti. mbl.is/Getty Images
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál