Notalegt sveitasetur Clooney-hjónanna

George og Amal Clooney hafa komið sér vel fyrir á …
George og Amal Clooney hafa komið sér vel fyrir á Englandi. AFP

Amal Clooney prýðir forsíðu maíútgáfu Vouge. Um leið og fólk fær að skyggnast inn í líf mannréttindalögfræðingsins í viðtalinu er hægt að fá nasasjón af sveitasetri Amal og George Clooney í Englandi þar sem myndirnar af Amal eru teknar. 

Hús þeirra stendur á lítilli eyju, Sonning Eye, í ánni Thames en húsið keyptu þau í kringum brúðkaup sitt árið 2014. Í viðtalinu kemur fram að hjónin hafi eytt hveitibrauðsdögunum í húsinu og þá voru þau ekki búin að koma sér jafn-vel fyrir og nú. 

Clooney-hjónin hafa virt stíl hússins en húsið er frá 18. öld og er enginn Hollywood-bragur á heimilinu. Teppi og gamlir munir prýða húsið. Blaðamaður Vogue lýsir því þannig að þegar komið er inn sé stofa með mjúkum stólum, sófi og arinn. Stofan sé skreytt með fjölskyldumyndum og myndum af hjónunum með merku fólki eins og Barack Obama og páfanum. Í hinu herberginu má meðal annars finna gamalt kort af Berkshire, gamlar bækur og málaða mynd af hundi leikarans. 

Í húsinu eru skrifstofur þeirra og á lóðinni má finna lítið fallegt gróðurhús þar sem eru ræktuð sítrónutré. Í garðinum er síðan sundlaug og garðhús, þar er setustofa sem er notuð þegar fólk kemur í veislur til hjónanna. Þar skemmtir það sér meðal annars við að taka myndir af sér í ljósmyndaklefa sem prentar myndir. 





mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál