Litur ársins 2019 afhjúpaður

Pantone valdi litinn „Living Coral“ sem lit ársins 2019.
Pantone valdi litinn „Living Coral“ sem lit ársins 2019. skjáskot/Pantone.com

Litafyrirtækið Pantone er búið að velja lit ársins 2019 en að þessu sinni varð liturinn „Living Coral“ fyrir valinu en hann má finna undir litanúmerinu PANTONE 16-1546. Um er að ræða rauðbleikan lit sem ætla má að verði áberandi á næsta ári.

Í fyrra varð fjólublár litur fyrir valinu og grænn þar á undan. Litaval fyrirtækisins hefur mikil áhrif á tískustrauma ekki bara hvað varðar innanhúshönnun heldur líka farða og fatnað.  

Pantone segir litinn vera líflegan en á sama tíma mildan. Segir fyrirtækið um val sitt að nærandi liturinn geti veitt vellíðan og gleði í stöðugt breytilegu umhverfi. Er þetta að vissu leyti svar við tækninni og samfélagsmiðlum sem taka sífellt meira pláss í okkar daglega lífi. Er hann tákn um meðfædda þörf okkar fyrir jákvæðni og gleði. 

Ef þú ert ekki í stuði fyrir að mála stofuna í þessum lit geta til dæmis púðar eða aðrir aukahlutir í litnum lífgað upp á heimilið.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál