Hönnunarregla nr. 1: Mottan fyrst

Lee Radziwill innréttaði ekki bara sín eigin heimili.
Lee Radziwill innréttaði ekki bara sín eigin heimili. mbl.is/AFP

Lee Radziwill, yngri systir Jackie Kennedy, lést í síðustu viku. Radziwill var ekki síður þekkt fyrir stílinn sinn en systir hennar. Tískuvitið átti ekki bara við fatahönnun heldur líka innanhúshönnun. 

Radziwill sem giftist þrisvar og átti ríka menn var dugleg að opna falleg heimili sín. Í janúar árið 1982 prýddi borðstofa hennar í New York forsíðu hönnunartímaritstins Architectural Digest. Innlit og viðtöl við hana hafa birst í öðrum stórum tímaritum á borð við Vogue og Elle Decor. Radzwill, sem var þó án efa frægari fyrir systur sína en vinnu sína, hannaði þó meðal annars lúxussvítur. Hún fékk enga formlega menntun í faginu en lærði margt á því að innrétta sín eigin heimili. 

Town&Country rifjaði einnig upp skrautlegt líf systur fyrrverandi forsetafrúar Bandaríkjanna. Þegar kom að því að innrétta herbergi var Radziwill með góða og gilda reglu. 

„Ég byrja alltaf á herbergi með mottu. Það er bókstaflega grunnur rýmisins. Ég færi mig svo yfir í húsgögnin,“ sagði Radzwill. 




Lee Radziwill.
Lee Radziwill. mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál