Við höfum þörf fyrir litrík heimili

Carol­ine Chér­on hjá Bonjour á Óðins­götu er byrjuð með hlaðvarpsþætti.
Carol­ine Chér­on hjá Bonjour á Óðins­götu er byrjuð með hlaðvarpsþætti.

Franski inn­an­hús­stíl­ist­inn Carol­ine Chér­on hjá Bonjour á Óðins­götu hefur komið sér vel fyrir á Íslandi. Hún er nú byrjuð með hlaðvarpsþætti þar sem hún fer ofan í saumana á helstu viðfangsefnum innanhússtílista og gefur hlustendum góð ráð.

Í fyrsta þætti fjallar Carol­ine um áberandi liti og hvernig á að bera sig að í litavali:

„Við heillumst öll af litríku umhverfi og náttúrunni í kringum okkur og á sama hátt kvörtum við yfir gráum himni. Af hverju elskum við og þurfum litríka náttúru en veljum oft svart, hvítt og grátt inn á heimili okkar? Allar vísindalegar rannsóknir sanna að okkur líður ekki vel til lengri tíma í þessu hlutlausa umhverfi. Líkami okkar og andi þarf á fjölbreyttri litapallettu að halda. Við skulum bæta við litum inn á heimili okkar. Ég mæli með þremur góðum ráðum: 

Skrefi 1: Greindu hvar þú býrð. 

Skref 2: Reyndu að komast að því hvað þér líkar við. 

Skref 3: Búðu til þína eigin litapallettu. 

Ég útskýri einnig hversu sterk áhrif litir hafa á okkur. Skynjun lita er huglæg og persónuleg. Ekki leyfa öðrum að þröngva upp á þig skoðunum og vali. Verið þið sjálf, einstök, skreytið heimili ykkar á einstakan máta,“ segir Caroline um efnistök í fyrsta þættinum. 

Hér fyrir neðan má hlusta á fyrsta þátt Caroline sem hún kallar Dare colors! Ok fine but why and how?? 

mbl.is