Seldu húsið og fluttu til Íslands

Caroline Chéron leyfir Íslendingum að njóta hæfileika sinna á Bonjour ...
Caroline Chéron leyfir Íslendingum að njóta hæfileika sinna á Bonjour á Óðinsgötu.

Innanhússtílistinn Caroline Chéron féll fyrir Íslandi á ferðalagi um landið ásamt fjölskyldu sinni. Síðasta haust varð svo draumurinn að veruleika þegar hún fluttist til landsins ásamt eiginmanni sínum og þremur börnum. Fjölskyldan er ánægð á Íslandi og Caroline sem er frönsk að uppruna og lærði í París er búin að koma sér vel fyrir á Óðinsgötu 1 með fyrirtæki sitt en hún rekur þar innanhússtílistafyrirtækið Bonjour.

Caroline bjó í 12 ár í Lúxemborg og starfaði þar sem innanhússtílisti. Hún segir að sama hvar maður sé staddur í heiminum sé markmið fólks alltaf það sama þegar kemur að heimilinu, að líða vel á eigin heimili. Hún segir stílinn í Lúxemborg og Íslandi þó nokkuð ólíkan. Íslendingar sæki sinn stíl til Skandinavíu en í Lúxemborg sé að finna áhrif frá löndum í kring eins og Þýskalandi, Frakklandi og Ítalíu. Hún segir Íslendinga hafa sagt við sig að þeir hefðu viljað fá aðrar tillögur þegar kom að því að innrétta heimilin. Ætlar hún því að bjóða Íslendingum upp á nýjar hugmyndir og áhrif í innanhússtíl með Bonjour. 

Öðruvísi form á ljósum og húsgögnum í húsi í Lúxemborg ...
Öðruvísi form á ljósum og húsgögnum í húsi í Lúxemborg sem Caroline hannaði.
Caroline er hrifin af viðnum en líka djarfari efnum eins ...
Caroline er hrifin af viðnum en líka djarfari efnum eins og sjá má á þessu eldhúsi.

„Veggir eru oft hafðir hvítir á Íslandi og íslenskur innanhússtíll virðist ekki þora í fleiri blæbrigði og óvænt efni og form. Þar sem ég er innanhússtílisti sem sérhæfir sig í litum snýst mikið um veggina. Ég læt mála þá en ég nota líka oft veggfóður,“ segir Coroline sem er mjög hrifin af möguleikum veggfóðurs. „Þrátt fyrir að ég sé hrifin af viði sem fylgir skandinavíska stílnum kann ég að meta djarfari efni eins og keramik, vefnað, stál, brass og fleira.“

Hönnun Caroline í Lúxemborg.
Hönnun Caroline í Lúxemborg.

Caroline segist meðal annars hafa hjálpað fólki að innrétta ný og stór hús í Lúxemborg. Segir hún það geta verið krefjandi að ímynda sér hús sem enn á eftir að flytja inn í. Nefnir hún dæmi um húsið á meðfylgjandi myndum þar sem hún byrjaði að vinna með fólkinu áður en húsið var byggt. Segist hún hafa unnið að húsinu frá a til ö. Allt frá því að teikna rafmangsleiðslur yfir í það að skapa réttan anda í húsinu með vali á efni, litum, veggfóðri og húsgögnum.

„Þrátt fyrir að Ísland sé aðallega undir norrænum áhrifum í dag er ég spennt að sjá hvernig Íslendingar bregðast við nýjum hugmyndum,“ segir Caroline að lokum ánægð með lífið á Íslandi.

Caroline vann meðal annars við að hanna inn í ný ...
Caroline vann meðal annars við að hanna inn í ný og stór hús í Lúxemborg.
mbl.is

Gyða Dís er í betra formi 54 ára en tvítug

11:33 Gyða Dís Þórarinsdóttir, jógakennari í Shree Yoga, breytti algerlega um stefnu fyrir 16 árum eftir að hafa lifað á súkkulaði og gosi til að komast í gegnum erfið tímabil. Meira »

Súpan sem hafin er yfir alla fegurðarstaðla

10:00 „Við höfum staðið vaktina í allnokkur ár núna og þetta hefur fest sig rækilega í sessi, hvort sem er meðal gesta eða hjá okkur sem vinnum að þessu,” segir Gísli T. Gíslason, markaðsstjóri Nettó um hina geysivinsælu Diskósúpu sem árlega er á boðstólnum í Hljómskálagarðinum á Menningarnótt. Meira »

Ásdís Hjálms: Þorir þú að lifa betra lífi?

05:00 Þægindahringurinn er til þess gerður að við lifum af. Þú lifðir af gærdaginn svo ef þú gerir eins og í gær þá er mjög líklegt að þú komir til með að lifa af daginn í dag líka. Þægindahringnum er alveg sama um framtíðina, hann vill bara að þú lifir af í dag. Meira »

Var 10 kílóum þyngri og fór að hlaupa

Í gær, 23:00 Erlendur Steinn Guðnason er tölvunarfræðingur og fjögurra barna faðir í Vesturbænum. Hann er á leið í sitt fimmta maraþon í Berlín í haust og verður hraðastjóri í Reykjavíkurmaraþoninu um helgina. Meira »

Barnalæknirinn býr vel í vesturbænum

Í gær, 19:00 Guðrún Scheving Thorsteinsson barnalæknir hefur sett sína huggulegu íbúð við Grenimel í Reykjavík á sölu.   Meira »

IKEA-ferðin breytti framtíðarplönunum

Í gær, 15:00 Auður Helga Guðmundsdóttir var ekki á þeim buxunum að breyta til í lífi sínu þegar hún hitti fyrrverandi vinnuveitanda sinn og lífið tók óvænta stefnu. Meira »

Þorbjörg: Ofþyngdin er alheimsvandamál

Í gær, 12:45 „Allar eldumst við og verðum eldri með hverjum deginum sem líður. Að eldast vel og fallega þarf ekki að vera nein barátta. Hins vegar getur það verið meira eða minna erfið áskorun að takast á við afleiðingar af lífsstíl þar sem ellikerling hefur keyrt á framúrbrautinni í mörg ár. Of margar konur upplifa sig ekki sem hraustar, orkumiklar og glaðar en burðast með streitueinkenni, svefntruflanir og þreytu, verki og bólgur, skaddaða húð og djúpar hrukkur.“ Meira »

Farðinn sem þú finnur ekki fyrir

í gær Einn umtalaðasti farði haustsins er loksins kominn til Íslands. Í boði eru 50 litatónar og hyljari í sömu línu kemur í 25 litatónum. Meira »

Þetta heldur áfram að vera í tísku á heimilinu

í gær Ef þú ert að velta því fyrir þér hvort húsgögnin sem þig langar í verði dottin úr tísku á morgun er gott að fara yfir hvað sérfræðingar segja um málið. Meira »

Skipuleggðu þig fyrir kynlíf

í fyrradag Hugsar þú um innkaupalistann eða skipuleggur helgarþrifin í höfðinu á meðan þú stundar kynlíf? Hér er einfalt ráð til þess að hætta því og vera algerlega til staðar á meðan þú stundar kynlíf. Meira »

Thelma Ásdísardóttir léttist um 74 kíló

í fyrradag Thelma Ásdísardóttir, baráttukona gegn kynferðislegu ofbeldi, er nær óþekkjanleg á forsíðu Vikunnar en þar talar hún opinskátt um hvernig hún fór að því að léttast um 74 kíló. Meira »

Var sjálf greind með sjúkdóminn um þrítugt

í fyrradag „Ég er ein af þeim heppnu. Ég greindist upp úr þrítugu og þurfti bara eina stóra aðgerð. Meira fé í rannsóknir og meiri meðvitund um sjúkdóminn innan heilbrigðiskerfisins,” segir Þórunn Sveinbjarnardóttir. Meira »

Frú Vigdís lét sig ekki vanta

í fyrradag Margt var um manninn í Tjarnarbíói á miðvikudagskvöldið þegar sviðslistahópurinn Sálufélagar frumsýndu verkið Independent Party People. Vigdís Finnbogadóttir var meðal gesta. Meira »

Rýnt í hausttískuna - rúskinn og leður áberandi

22.8. Hvaða týpa ætlar þú að vera í vetur? Ætlarðu að vera þessi sem hefði gert allt vitlaust í atvinnulífi áttunda áratugarins eins og Diane von Furstenberg eða? Meira »

Móðirin segir að barnið sé slys

22.8. „Hvernig getur móðir logið um að barn hennar hafi verið slys? Mér finnst það svo ógeðslega ljótt og sárt að hún hafi sagt þetta án þess að blikka auga og vitandi betur. Siðferðilega séð; hvernig er þetta hægt?“ Meira »

Mestu skvísur bæjarins mættu á tónleikana

21.8. Hljómsveitin Gud Jon hélt sína fyrstu tónleika á Íslandi í Iðnó á dögunum. Söngvarinn Högni Egilsson hitaði upp fyrir hljómsveitina. Hljómsveitina Gud Jon skipa Guðjón Böðvarsson sem er söngvari, Henry Counsell og Richard Jahn. Meira »

Herra Tinder fann ekki ástina á Tinder

21.8. „Hvernig á einhleypt fólk möguleika á að finna ástina á Tinder ef vinsælasti maðurinn á Tinder gat það ekki?“  Meira »

Harry varð brjálaður út í Vilhjálm

21.8. „Ný heimildamynd um prinsana af Wales, Vilhjálm og Harry var frumsýnd um seinustu helgi í Bretlandi og ber heitið William and Harry: Princes at War,“ skrifar Guðný Ósk Laxdal í nýjasta pistli sínum á Smartlandi. Meira »

Leið illa þegar hún málaði grátt yfir bleikt

21.8. Leikkonan Lena Dunham segir að sér hafi liðið illa þegar hún þurfti að fela litríka íbúð sína til að þóknast þáverandi kærasta sínum. Meira »

Ævintýrahús Daða Guðbjörns og Soffíu

21.8. Myndlistarmaðurinn Daði Guðbjörnsson og eiginkona hans, Soffía Þorsteinsdóttir, hafa sett sitt heillandi einbýli við Nýlendugötu á sölu. Meira »

Minnislærdómur þarf ekki að vera leiðinlegur

21.8. Lærdómsforrit hverskonar eru sniðug leið til að fanga athygli ungmenna og gera lærdóminn bæði skemmtilegan og gagnvirkan.  Meira »