„Ég er náttúrlega blómasjúk!“

Myndlistarkonan Íris Auður Jónsdóttir býr í fallegri íbúð í Vogabyggðinni …
Myndlistarkonan Íris Auður Jónsdóttir býr í fallegri íbúð í Vogabyggðinni í Reykjavík. mbl.is/Árni Sæberg

Í nýrri íbúð í nýju Vogabyggðinni í Reykjavík er myndlistarkonan Íris Auður Jónsdóttirásamt fjölskyldu sinni að koma sér fyrir. Íris er fatahönnuður og kennari að mennt en myndlistin á hug hennar allan. 

„Ég lærði fatahönnun í Madrid fyrir tæpum tuttugu árum og það mótaði mig mikið. Áhrifin af tískuteiknun sjást í myndlistinni en ég mála til skiptis fugla og andlit. Fuglarnir hafa reyndar þurft að víkja núna tímabundið því andlitin eru að rata aftur og aftur á strigann.“

Hvað getur þú sagt mér um stílinn þinn heima?

„Ætli stíllinn hér heima myndi ekki flokkast sem „transitional“, eins konar blanda á milli klassíkurinnar og nútímans. Það hefur nú gerst bara óvart því við sáum fljótlega eftir að við fluttum að gömlu tekkhúsgögnin áttu enga samleið með nýju íbúðinni. Við ákváðum því að skipta einhverju gömlu út fyrir nýtt. Við eigum tvo unglinga sem voru farin að hafa áhyggjur af öllum þessum svörtu hlutum og húsgögnum sem flæddu inn á heimilið eftir flutningana, en plöntur og listaverk gæða heimilið litum í staðinn.“

Náttúrulegir litir í bland við svart er einfalt og smart.
Náttúrulegir litir í bland við svart er einfalt og smart. mbl.is/Árni Sæberg

Myndlist gefur persónuleika

Hvaða máli skiptir að vera með fallega myndlist heima?

„Svo að ég tali nú aðeins meira um gamla heimilið, þá vorum við þar með vinnustofuskúr sem þjónaði líka því hlutverki að vera gallerí. Núna er ég með vinnuaðstöðu hér inni í íbúðinni og íbúðin er smátt og smátt sýnist mér að breytast í gallerí með mínum eigin myndum! Það mun nú samt breytast fljótlega. Bæði vegna þess að ég er með myndir í Galleríinu við Skólavörðustíg 20 og nú fer ég að kaupa myndlist eftir aðra listamenn sem hæfa þessu húsnæði.

Myndlist skiptir mig gríðarlega miklu máli. Myndlist gefur heimilum persónuleika og sérstöðu, sérstaklega á heimilum eins og mínu þar sem húsgögnin eru meira og minna svört.

Ég kem úr listrænni fjölskyldu þar sem allir virðast getað teiknað þó að ekki hafi allir lagt það fyrir sig. Ég er með myndir eftir afa minn, Einar Helgason, móðursystur mína, Hrönn Einarsdóttur, manninn minn, Heimi Frey Hlöðverson, og svo á ég verk eftir mömmu, ömmu og fleiri sem ekki eru komin með stað á vegg.“

Náttúrulegar diskamottur gera heimilið fallegra.
Náttúrulegar diskamottur gera heimilið fallegra. mbl.is/Árni Sæberg

Íris er mikið fyrir lifandi blóm.

„Ég er náttúrlega blómasjúk! En vil helst engin lítil krúttblóm, heldur myndi ég vilja fylla íbúðina af trjám. En þessi íbúð býður ekki upp á frumskóg. Ég er búin að losa mig við einhverjar plöntur en ég er með bananatré og tveggja metra sítrónutré sem ég nýt þess að umpotta og tala við.“

Myndlist eftir Íris Auði er fáanleg í Galleríinu Skólavörðustíg 20.
Myndlist eftir Íris Auði er fáanleg í Galleríinu Skólavörðustíg 20. mbl.is/Árni Sæberg

Reynir að eiga sem minnst af húsgögnum

Áttu þér uppáhaldshúsgagn?

„Í raun tengist ég engum hlutum tilfinningaböndum og reyni að eiga sem minnst af húsgögnum og hlutum en sófinn er sennilega mest notaða húsgagnið hér heima. Enda náum við öll fjögur að kúldrast í honum saman. Fallegasta húsgagnið á heimilinu er sennilega borðstofuborðið úr Tekk-Habitat sem situr í miðri íbúðinni eins og hjarta heimilisins.“

Sófaborð úr járni fæst í Heimili og hugmyndir.
Sófaborð úr járni fæst í Heimili og hugmyndir. mbl.is/Árni Sæberg

Hvað með skipulag á heimilinu, spáir þú mikið í það?

„Ég var nú lengi vel með allar bækur í lita- og stærðarröð en reyni meðvitað að brjótast út úr þannig skringilegheitum. En ég er í grunninn mjög skipulögð og mikilvægt að allir hlutir eigi sér stað. Því hentar mér best að eiga sem minnst því þá er minna að ganga frá.“

Þegar kemur að draumahlutum sem Íris á eftir að kaupa fyrir íbúðina þá er spegill henni ofarlega í huga.

„Mig dreymir um svartan spegil á ganginn sem mætti alveg vera svolítið íburðarmikill og dansa á línunni að vera í „baroque“-stíl. En það er mikið til af fallegum húsgögnum núna. Ég er hrifin af náttúrulegum viði, rattan-efni og Marokkó-mottur heilla mig.“

Myndlist eftir Írisi Auði er fáanleg í Galleríinu Skólavörðustíg 20.
Myndlist eftir Írisi Auði er fáanleg í Galleríinu Skólavörðustíg 20. mbl.is/Árni Sæberg

Minimalísk og vil sporna við offramleiðslu

Hvað með fataskápinn – nú ertu menntaður hönnuður, spáir þú mikið í fatnað og fylgihluti?

„Ég fór í gegnum síðasta ár án þess að kaupa mér föt. Það var áramótaheitið mitt að kaupa hvorki ný né notuð föt. Alls ekki af því ég hafi átt svo mikið af fötum fyrir, þvert á móti, heldur til reyna að leggja mitt af mörkum í offramleiðslu heimsins á vefnaði.

Ég nota ekki skart og varla töskur og á bara eitt par af skóm fyrir hvert tilefni. Eina íþróttaskó, eina hæla, eina dagsdaglega og eitt par af stígvélum. Ætli ég teljist ekki mínimalísk í þeim efnum. Ég spái samt mjög mikið í fatnað, skoða strauma og stefnur hverju sinni mér til ánægju. Eins fell ég oft fyrir undarlegum flíkum. Dúskum og doppum í bland við einföld snið.“

Hvað er draumastellið þitt?

„Á Langholtsveginum er lítil perla sem heitir Mixmix með ótrúlega mikið af fallegum vörum fyrir heimilið. Ég kíki alltaf reglulega þar við þegar ég á leið hjá. Ég hef nú alveg keypt hluti þar sem myndu túlkast sem óþarfa hlutir en ég bara varð að taka þá með heim. Eins og páfagaukastyttu og gullfasana. En þar er mikið úrval af borðbúnaði og nokkur stell sem ég elska. Við maðurinn minn áttum heima í Madríd í fjögur ár og erum alltaf að reyna að finna leið til að koma smá suðrænni stemningu inn á heimilið. Svona á meðan við eigum ekki íbúð á Spáni.

Merkin Merci og Pascale Naessens í Mixmix eru svo dásamleg því að engir tveir hlutir eru alveg eins og leirinn fær að njóta sín.“

Gamall stóll frá Einari Helgasyni og Ásdísi Karlsdóttur - afa …
Gamall stóll frá Einari Helgasyni og Ásdísi Karlsdóttur - afa og ömmu Írisar Auðar. Bókahillan er úr Ikea. Stráið er úr Mixmix. mbl.is/Árni Sæberg
Falleg listaverk inn í klassískum kristalsdómum heima hjá fjölskyldunni.
Falleg listaverk inn í klassískum kristalsdómum heima hjá fjölskyldunni. mbl.is/Árni Sæberg
Skál úr línu Jamie Oliver. Gylltur fugl úr línu Mixmix. …
Skál úr línu Jamie Oliver. Gylltur fugl úr línu Mixmix. Máverk eftir Írisi Auði. mbl.is/Árni Sæberg
Glæsileg borðstofa þar sem borðað er og sungið.
Glæsileg borðstofa þar sem borðað er og sungið. mbl.is/Árni Sæberg
Ljós viðarlitur er víða á heimilinu.
Ljós viðarlitur er víða á heimilinu. mbl.is/Árni Sæberg
Innréttingin í eldhúsinu er úr Parka. Borðplatan er klassískur spónn.
Innréttingin í eldhúsinu er úr Parka. Borðplatan er klassískur spónn. mbl.is/Árni Sæberg
Málverkið af konunni er eftir Írisi Auði en við hlið …
Málverkið af konunni er eftir Írisi Auði en við hlið hennar stendur málverk eftir listmálarann Einar Helgason. mbl.is/Árni Sæberg
Lampinn er úr Ilvu og viðarbretti sem notuð er til …
Lampinn er úr Ilvu og viðarbretti sem notuð er til skrauts eru frá Indlandi og fást í Mixmix. mbl.is/Árni Sæberg
Íbúðin er smátt og smátt að breytast í listagallerí að …
Íbúðin er smátt og smátt að breytast í listagallerí að sögn Írisar Auðar. mbl.is/Árni Sæberg
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál