Fegurðin leynist í ófullkomleikanum

Eldhús með Wabi-sabi stíl í bland við marakósk hönnun.
Eldhús með Wabi-sabi stíl í bland við marakósk hönnun. mbl.isl/Instagram

Þótt Wabi-sabi hugmyndafræðin komi upprunalega úr japanskri heimspeki og tákni fegurðina í ófullkomleikanum  þá má sjá alls konar útfærslur af þessari hönnun um víða veröld um þessar mundir.  

Cleo Scheulderman er sem dæmi listrænn hönnuður búsettur í Berlín sem þykir með einstaka hæfileika í að færa þetta ófullkomna listform inn á alls konar heimili. Hún notar mikið af ljósum jarðlitum, viði og hráum flísum. Hefur hlutina inn á heimilinu vanalega fáa og í stórum grófum stíl. 

Blóm eru í öndvegi og húsgögn sem eru komin til ára sinna eða hrá náttúruleg efni sem eru sett upp á vegg eða notuð fyrir húsgögn. Að þessu leyti þykir hönnunarstefnan mjög umhverfisvæn og skemmtileg. Heimilin verða eins ólík og þau eru mörg, í stað þess að fólk hópist í sömu búðirnar að kaupa sér allt eins. 

Wabi-sabi-eldhús eru vanalega þannig að leirtauið er haft uppi á borðum og passar það vanalega við veggi, hillur og húsgögn í kring. 

Það er engin ein leið að útfæra þennan hráa fallega stíl inni á heimilinu en eitt er víst, að heimilið virkar mjög friðsamt og notalegt. Enda af hverju að eiga fullkomið heimili  þegar fegurðina er að finna í ófullkomleikanum?

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál