Rúnaðri form og mýkri litir mest áberandi

Viktoría Hrund Kjartansdóttir arkitekt.
Viktoría Hrund Kjartansdóttir arkitekt.

Viktoría Hrund Kjartansdóttir útskrifaðist með BA-gráðu í arkitektúr frá Listaháskóla Íslands 2018. Frá því hún útskrifaðist hefur hún veitt fyrirtækjum og einstaklingum alhliða innanhússráðgjöf og hefur hannað mörg falleg heimili. Viktoría vill að hönnun eldist vel og sé bæði hlýleg og sígild. 

Það er ekki annað hægt en að vera í góðu skapi þegar sólin fer hækkandi og sumarið er handan við hornið,“ segir Viktoría, spurð að því í hvernig stemningu hún sé í þessa dagana.

Hvað finnst þér skemmtilegast að teikna og hanna þessa dagana?

„Mér finnst skemmtilegast þegar verkefnastaðan er fjölbreytt. Þegar það þarf að leysa vandamál og hugsa í lausnum þá oft gerast galdrarnir og verkefnið fær sérstöðu.“

Finnst þér val á efnivið vera að breytast?

„Litir og efniviður finnst mér almennt vera að mildast. Fólk er að fara úr svörtu og gráu litunum yfir í brúnni og ljósari tóna. Mér finnst líka gaman að sjá að fólk er almennt óhræddara að taka áhættur og tilbúið að gera eitthvað nýtt þegar kemur að efnivið og litasamsetningum.“

Nú hefur marmari verið mjög eftirsóttur. Finnst þér vera einhver breyting á því eða eru Íslendingar enn þá staddir á þeim stað?

„Úrval á stein hefur aukist til muna. Nú getur fólk valið á milli þess að fá sér marmara, granít, kvartsít, kvarts og travertine svo einhvað sé nefnt. Ég er þó alltaf jafn veik fyrir villtum marmara þar sem hver plata er einstök, en það er ekkert leyndarmál að hann er viðkvæmari en aðrir steinar.“

Hefur öll þessi heimavinna af völdum kórónuveirunnar breytt íslenskum heimilum?

„Ég tók helst eftir því að eftir mikla viðveru heima var fólk almennt ekki jafn samdauna þeim verkefnum sem var búið að sitja lengi á hakanum og tilbúið að vaða í breytingar og framkvæmdir. Þegar það hægist svona á öllu fær fólk líka meiri tíma til þess að hugsa um það hvað skiptir máli og ég held að flestir geti verið sammála því að öllum líði betur í fallegu og vel skipulögðu umhverfi,“ segir Viktoría.

Vill fólk loka meira af núna eða eru opin eldhús inni í stofu og borðstofu enn þá eftirsótt?

„Yfirleitt er verið að eltast við það að skapa gott flæði milli þessa rýma. Mér finnst mikilvægt að þegar þessi rými deila eina og sama fletinum að hvert rými haldi sinni sérstöðu og sé vel rammað inn en þó þannig að rýmin séu í takt og kallist á.“

Hvað um liti á veggjum? Hvernig finnst þér litapallettan vera núna?

„Mildari litir eru meira áberandi, mjúkir beige-litir eru mjög áberandi og djúpir grænir tónar.“

Ertu með eitthvað gott ráð fyrir fólk sem vill gera fallegt hjá sér en á kannski ekki mikla peninga?

„Mér finnst alltaf gaman að sjá þegar fólk er útsjónasamt. Þegar það gefur gömlum hlutum nýtt líf eða gerir góð kaup á nytjamarkaði. Oft þarf ekki mikið til að lyfta rýminu upp, en nýir púðar í sófann eða motta inn í stofu getur til dæmis gert gæfumun. Svo er líka mikilvægt að hafa það bak við eyrað að það þarf ekki allt að gerast í gær og að góðir hlutir gerast hægt.“

Hver verður næsti ráðandi tískustraumur?

„Rúningar eru mjög áberandi þessa dagana hvort sem það á við í húsgögnum, innréttingum eða á veggjum. Minimalískur lífsstíll verður alltaf sívinsælli og skilar það sér fallega í innanhússhönnun þar sem gjarnan á „Less is more“ vel við. Það er einnig gaman að fylgjast með því að tíðarandi í fatatísku og innanhússhönnun helst oftast nær í hendur, sem dæmi má sjá að „boucle“ áklæði hefur verið áberandi á sófum og hægindastólum en einnig á yfirhöfnum.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál