Viltu búa eins og frú Ragnheiður í Fossvogi?

Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir hefur sett húsið á sölu.
Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir hefur sett húsið á sölu. mbl.is/Árni Sæberg

Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu, var kosinn maður ársins 2021 eftir vasklega framgöngu í að bólusetja landsmenn. Nú hefur hún, og eiginmaður hennar, Sverrir Heimisson auglýsingastjóri á Viðskiptablaðinu, sett glæsilegt raðhús sitt við Geitland í Fossvogi á sölu. 

Um er að ræða 216fm raðhús á pöllum sem byggt var 1969. Húsið hefur verið endurnýjað mikið á heillandi hátt. 

Ljósmynd/Gunnar Bjarki
Ljósmynd/Gunnar Bjarki

„Við flutt­um hingað í Foss­vog­inn fyr­ir 25 árum, hér hef­ur okk­ur liðið mjög vel, alið upp okk­ar þrjá drengi og höf­um því þurft að aðlaga húsið þörf­um fjöl­skyld­unn­ar hverju sinni. Nú erum við bara þrjú eft­ir heima, ég, Sverr­ir maður­inn minn og yngsti son­ur okk­ar, Hrann­ar, sem er 16 ára,“ sagði Ragnheiður í viðtali við Guðrúnu Selmu Sigurjónsdóttur blaðamann árið 2022. 

„Við höfðum tekið allt húsið í gegn þegar við flutt­um í það 1997, þannig að eld­hús­tæk­in voru far­in að verða lé­leg. Það var því spurn­ing hvort maður ætti að fara að setja ný tæki í gamla inn­rétt­ingu eða nota tæki­færið og skipta um, á þess­um tíma voru eldri dreng­irn­ir rétt farn­ir að heim­an svo aðstæður voru góðar til breyt­inga. Við notuðum líka tæki­færið og sett­um hita í gólfin og gerðum upp fleiri rými.“

Ljósmynd/Gunnar Bjarki
Ljósmynd/Gunnar Bjarki

Í eldhúsinu eru svartar innréttingar frá HTH og svartur steinn sem gerir eldhúsið töluvert öðruvísi en gengur og gerist. Í eldhúsinu er innbyggður ísskápur, frystir og uppþvottavél. Veggirnir eru málaðir með kalkmálningu og svo var skipt um klæðningu í loftunum. Sérstakur endurunninn viður er í loftunum sem setur svip sinn á heimilið. 

Sjá nánar á fasteignavef mbl.is: Geitland 27

Ljósmynd/Gunnar Bjarki
Ljósmynd/Gunnar Bjarki
Ljósmynd/Gunnar Bjarki
Ljósmynd/Gunnar Bjarki
Ljósmynd/Gunnar Bjarki
Ljósmynd/Gunnar Bjarki
Ljósmynd/Gunnar Bjarki
Ljósmynd/Gunnar Bjarki
Ljósmynd/Gunnar Bjarki
Ljósmynd/Gunnar Bjarki
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál