Maður #ársins seldi raðhúsið í Fossvoginum á sama verði ári síðar

Guðmundur Haukur Guðmundsson er vinsæll á Twitter.
Guðmundur Haukur Guðmundsson er vinsæll á Twitter. Ljósmynd/Samsett

Lögmaðurinn Guðmund­ur Hauk­ur Guðmunds­son Maður #árs­ins á X, áður Twitter, og Snæ­dís Helga­dótt­ir framkvæmdastjóri fjármála hjá Wise settu glæsilegt end­araðhús sitt í Foss­vog­in­um á sölu í byrjun ársins. Nú er húsið selt á sama verði og það var keypt á fyrir um ári síðan.

Endaraðhúsið er 212 fm að stærð og var reist 1971. Húsið er á pöll­um eins og flest raðhús­in í hverf­inu. Um er að ræða end­araðhús sem er hraunað að utan með brúnu þaki. Eld­húsið snýr út að götu í norður en stof­ur og her­bergi snúa í suður. Í kring­um húsið er gró­inn garður með heit­um potti og ver­önd. 

Samsett mynd

Gísli Logi Logason lögmaður og Guðný Ólafsson keyptu húsið af Guðmundi Hauki og Snædísi og greiddu 160.000.000 kr. fyrir það.  

Smartland óskar þeim til hamingju með húsið! 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál