Jóhanna Vigdís opnar heimili sitt

Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir býr ásamt fjölskyldu sinni í miðbæ Reykjavíkur. Hún var mikið á móti húsinu sem hún býr í þegar hún var stelpa en hún er alin upp við Bergstaðastræti. Við hlið hússins var skíðabrekka sem hún og krakkarnir í götunni vildu miklu frekar hafa en þetta hús. Fyrir 20 árum festi hún hins vegar kaup á húsinu ásamt eiginmanni sínum, Guðmundi Magnússyni. 

Jóhanna Vigdís rekur stórt heimili en hún á fjögur börn og eitt barnabarn og segir hún að spurningin hvað er í matinn sé sú spurning sem oftast er spurt á hennar heimili. Þess vegna ákvað hún að skrifa bókina Hvað er í matinn? sem kom út á dögunum. Í bókinni sýnir Jóhanna Vigdís hvernig við getum nýtt hráefni betur og minnkað matarsóun. 

mbl.is