Jólaskrautið aldrei verið flottara

Jill Biden, forsetafrú Bandaríkjanna, er búin að skreyta í Hvíta …
Jill Biden, forsetafrú Bandaríkjanna, er búin að skreyta í Hvíta húsinu. Samsett mynd

Forsetafrú Bandaríkjanna, Dr. Jill Biden, sýndi jólaskreytingarnar í Hvíta húsinu á mánudaginn. Mikill spenningur ríkir gjarnan fyrir skreytingum í bústað forseta Bandaríkjanna og fór frú Biden alla leið í ár. 

Þemað í skeytingunum í ár voru töfrar og gleði. Sóttur var innblástur til barna og hvernig þau upplifa hátíðarhöldin. Sleði jólasveinsins og hreindýrin sem fljúga með hann eru meðal þess sem finna má í Hvíta húsinu í ár. Einnig er að finna jólalest, nammiland, Hvíta húsið sem piparkökuhús og póstkassa jólasveinsins. 

Hér sést eitt af mjög mörgum jólatrjám í Hvíta húsinu.
Hér sést eitt af mjög mörgum jólatrjám í Hvíta húsinu. AFP

Öllu var tjaldað til og voru 98 jólatré notuð í skreytingarnar í ár. Næstum því 34 þúsund jólakúlur og jólaskraut voru notuð í skreytingarnar. Alls voru notaðir 72 glæsilegir jólakransar og 142 þúsund jólaljós lýsa upp húsið. Borðar eru nauðsynlegir um jólin og fóru um fjórir og hálfur kílómeter af borðum í skreytingarnar. 

Hvíta húsið er komið í jólabúninginn. Fallegir kransar hanga utan …
Hvíta húsið er komið í jólabúninginn. Fallegir kransar hanga utan á húsinu. AFP

Í fyrra voru skreytingarnar lágstemmdari. Forveri frú Biden, Melania Trump, átti það til að taka áhættur þegar kom að jólaskrauti. 

Girnilegar kökur og annað gotterí í fallegum litum.
Girnilegar kökur og annað gotterí í fallegum litum. AFP
Póstkassi jólasveinsins.
Póstkassi jólasveinsins. AFP
Sleðinn hans Sveinka flýgur um Hvíta húsið.
Sleðinn hans Sveinka flýgur um Hvíta húsið. AFP
Skreytingarnar eru ævintýralegar.
Skreytingarnar eru ævintýralegar. AFP
Hér má sjá fallega skreyttan gang í Hvíta húsinu.
Hér má sjá fallega skreyttan gang í Hvíta húsinu. AFP
Jólatrén eru stór og mörg.
Jólatrén eru stór og mörg. AFP
Nammilandið í Hvíta húsinu.
Nammilandið í Hvíta húsinu. AFP
Innblásturinn kom frá börnum.
Innblásturinn kom frá börnum. AFP
Stjörnur prýða þetta jólatré.
Stjörnur prýða þetta jólatré. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál