Alsæl með ÁRUNA

Hreiðar Þór Jónsson formaður ÁRU dómnefndar, Hallur Geir Heiðarsson frá …
Hreiðar Þór Jónsson formaður ÁRU dómnefndar, Hallur Geir Heiðarsson frá Nettó, Ingibjörg Ásta Halldórsdóttir markaðsstjóri Nettó og Ólafur Elínarson sviðsstjóri markaðsrannsókna hjá Gallup.

Lúðurinn, íslensku auglýsingaverðlaunin, og ÍMARK-dagurinn voru haldin hátíðleg á Hilton Nordica á föstudaginn. Verslunin Nettó/Samkaup hlaut ÁRUNA sem eru verðlaun sem veitt eru fyrir árangursríkustu herferðina. 

ÁRAN er verðlaun fyrir árangursríkustu markaðsherferðina 2018 og var það Samkaup/Nettó sem hlaut hin eftirsóttu verðlaun fyrir auglýsingaherferðina Nettó á netinu sem unnin var í samstarfi við H:N markaðssamskipti. ÁRAN er veitt fyrir herferð sem talin er hafa skilað mestum árangri í markaðssetningu.

„Við hjá Nettó/Samkaupum erum afar stolt af þessari viðurkenningu. Þetta er í fyrsta skipti sem verslun á matvörumarkaði hlýtur þessi verðlaun og er þetta okkur ómetanleg hvatning í þeim skemmtilegu verkefnum og áskorunum sem fram undan eru,“ segir Ingibjörg Ásta Halldórsdóttir, markaðsstjóri Samkaupa. 

mbl.is