Týndi kettinum og leitaði huggunar á Kringlukránni

Júlía Margrét Einarsdóttir með bókina sína.
Júlía Margrét Einarsdóttir með bókina sína. mbl.is/Ágúst Óliver Erlingsson

Það var einstök stemning í Máli og menningu þegar Júlía Margrét Einarsdóttir fagnaði útkomu bókar sinnar, Guð leitar að Salóme. Um er að ræða skáldsögu um Salóme sem týnir kettinum sínum rétt fyrir jólin og í örvæntingarfullri leit sinni venur hún komur sínar á Kringlukrána. 

Hún sest við barinn og skrifar bréf þar sem hún opinberar sig í fyrsta sinn. Bréfin eru stíluð á hina dularfullu Helgu sem vann með Salóme í versluninni Betra lífi tíu árum fyrr. Með lifandi frásagnargleði afhjúpar hún sjálfa sig og leitar skilnings á fjölskyldusögunni, ástinni og sálarstríði ungrar konu í grátbroslegum smábæjarharmleik þriggja ættliða á Akranesi. Við sögu koma spákona í Fossvogi, drykkfelldur organisti og auðvitað örlagavaldurinn Helga. Hér er á ferðinni martraðarkennd uppvaxtar- og ástarsaga úr rammíslenskum veruleika.

Í útgáfuboðinu kom Þórir Georg og spilaði nokkur vel valin lög áður en Júlía Margrét las valinn kafla upp úr bókinni og sagði frá henni. Að sögn eins gestsins í boðinu varð ekki þverfótað fyrir fólki með bros á vör því höfundurinn er þekktur fyrir orðsnilld sína og kímnigáfu. 

„Svo var formlegri dagskrá lokið og allflestir löbbuðu út í nóvemberkvöldið með nokkur árituð eintök frá stjörnu kvöldsins fyrir sig og sína sem eiga eftir að enda í jólapökkunum heyrðist mér – enda tilvalin undir jólatréð í ár,“ segir Birgir Marteinsson lögfræðingur sem var á meðal gesta. 

Júlía Margrét Einarsdóttir er með MA-gráðu í ritlist frá Háskóla Íslands og MFA-gráðu í handritagerð frá New York Film Academy. Hún hefur áður sent frá sér nóvellu og ljóðabók og sló eftirminnilega í gegn með sinni fyrstu skáldsögu, Drottningunni á Júpíter (2018). Samhliða skrifum starfar Júlía við menningarblaðamennsku og dagskrárgerð.

Auður Jónsdóttir og Kamilla Einarsdóttir.
Auður Jónsdóttir og Kamilla Einarsdóttir. mbl.is/Ágúst Óliver Erlingsson
Dagný Kolbeinsdóttir og Birgir Matreinsson.
Dagný Kolbeinsdóttir og Birgir Matreinsson. mbl.is/Ágúst Óliver Erlingsson
Líf Magneudóttir.
Líf Magneudóttir. mbl.is/Ágúst Óliver Erlingsson
Einar Kárason.
Einar Kárason. mbl.is/Ágúst Óliver Erlingsson
Arnrún Tryggvadóttir og Linda Karlsdóttir.
Arnrún Tryggvadóttir og Linda Karlsdóttir. mbl.is/Ágúst Óliver Erlingsson
Ari Alexander og Eva Schram.
Ari Alexander og Eva Schram. mbl.is/Ágúst Óliver Erlingsson
Þórir Georg söng fyrir gesti.
Þórir Georg söng fyrir gesti. mbl.is/Ágúst Óliver Erlingsson
mbl.is/Ágúst Óliver Erlingsson
Signý Sigurðardóttir og Halldór Guðmundsson.
Signý Sigurðardóttir og Halldór Guðmundsson. mbl.is/Ágúst Óliver Erlingsson
Júlía Aradóttir, Birta Aradóttir og Fannar Matthías Þórisson.
Júlía Aradóttir, Birta Aradóttir og Fannar Matthías Þórisson. mbl.is/Ágúst Óliver Erlingsson
Eysteinn Sigurðsson og Salóme Rannveig Gunnarsdóttir.
Eysteinn Sigurðsson og Salóme Rannveig Gunnarsdóttir. mbl.is/Ágúst Óliver Erlingsson
Oddný og Hermann.
Oddný og Hermann. mbl.is/Ágúst Óliver Erlingsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál