Erlendir ferðamenn gáttaðir í Herjólfsdal

Belgísku ferðamennirnir skildu hvorki upp né niður þegar þeir komu …
Belgísku ferðamennirnir skildu hvorki upp né niður þegar þeir komu inn í Herjólfsdal. Myndin er frá uppsetningu hvítu tjaldanna fyrr í vikunni. mbl.is/Óskar Pétur Friðriksson

Ferðamönnum frá Belgíu brá í brún þegar þeir mættu inn í Herjólfsdal í Vestmannaeyjum í gær, fimmtudagskvöld. Höfðu þeir talið að þeir væru á leiðinni á rólega litla útihátíð. Botnuðu þeir hins vegar ekkert í því að svo mörg hvít tjöld væru í dalnum þegar þeir mættu og vissu ekki hvar þeir ættu að tjalda. 

Blaðamaður Smartlands ræddi við fólkið og upplýsti þá um stöðu mála, að nú færi senn að hefjast stærsta útihátíð landsins og búist væri við vel yfir 10 þúsund gestum í dalinn yfir helgina. Höfðu ferðamennirnir hug á að tjalda á rólegum stað. 

Hvítu tjöldin voru reist í dalnum fyrr í vikunni.
Hvítu tjöldin voru reist í dalnum fyrr í vikunni. Morgunblaðið/Óskar Pétur Friðriksson

Neyðarfundur um dvöl á eyjunni

„Hvar getum við tjaldað hérna í dalnum þar sem er alveg þögn svo við náum að sofa vel?“ spurði einn ferðamaður blaðamann sem hafði ekki svör á reiðum höndum.  

„Við ákváðum að koma til Íslands til að komast frá Tomorrowland-tónlistarhátíðinni sem er núna í gangi heima,“ sagði annar. Ferðamennirnir voru heldur betur gáttaðir á stöðunni og skildu ekki hvernig þeir hefðu getað misskilið stöðuna á þennan hátt.

„Af hverju situr fólkið? Sviðið er svo lítið, hvernig komast svona margir fyrir í grasinu?“ spurði sá þriðji hissa þegar blaðamaður sagði þeim frá hefðum Þjóðhátíðar.

Þegar blaðamaður kvaddi hópinn var að hefjast neyðarfundur þar sem taka átti ákvörðun um hvort þeir myndu dvelja á eyjunni, eða koma sér í burtu áður en fólk færi að streyma að. Þegar þeir heyrðu af verðinu á hátíðina ákváðu þeir að taka að minnsta kosti ekki þátt í hátíðarhöldunum en helgarpassi á hátíðina kostar 33.900 krónur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál