Er sambandið þitt eðlilegt?

Ætli samband Melaniu Trump og Donalds Trump teljist eðlilegt?
Ætli samband Melaniu Trump og Donalds Trump teljist eðlilegt? mbl.is/AFP

Margir velta því fyrir sér hvort sambandið þeirra sé eðlilegt, hvort rifrildin eða ástarloturnar sé svipað og í öðrum samböndum. Ef vilji er til þess að bera sig saman við annað fólk er hægt að bera sig við eftirfarandi upplýsingar. 

Eftirfarandi upplýsingar eru reyndar ástralskar svo einhver menningarmunur kann að vera. Stefnumótasíða kannaði viðhorf yfir þúsund einstaklinga á ákveðnum þáttum í ástarsamböndum. 

Fyrsti kossinn

Fyrsti kossinn á sér oft stað á skemmtistað en einn af hverjum fjórum sem tók þátt sagðist einmitt kyssa manneskjuna á fyrsta stefnumóti. Aðeins einn af hverjum tíu beið með það í nokkrar vikur. 

Kynlífið

Þrátt fyrir að margir kysstust á fyrsta stefnumóti voru aðeins níu prósent sem stunduðu kynlíf á innan við viku. Flestir biðu með það í þrjá mánuði. 

Sambandið opinberað

Þegar kom að því að opinbera sambandið settu flest pör mynd af sér á netið eftir um fjóra mánuði. 

Fólk bíður ekki mjög lengi með fyrsta kossinn.
Fólk bíður ekki mjög lengi með fyrsta kossinn. mbl.is/AFP

„Ég elska þig“

Að játa ást sína þykir oftast stórt skref. Fólk sem tók þátt í könnuninni beið að meðaltali í þrjá mánuði með að segja þessi þrjú orð. Það kom þó í ljós að karlmenn voru fljótari til. 

Prumpa

Það þykir merki um að samband sé heilbrigt þegar fólk getur prumpað fyrir framan hvort annað. Meðal-Ástralarnir í könnuninni biðu þó með að leysa vind fyrir framan makann í sex mánuði.  

Eftir sambandsslit

Staðreyndin er sú að mjög mörg sambönd enda ekki með hamingjusömu hjónabandi til æviloka. Fólk gefst þó ekki upp á ástinni en meirihlutinn beið með það í minna en ár að byrja í nýju sambandi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál