Tölvuleikurinn rændi kærastanum

Konan er ekki ánægð með kærastan sinn.
Konan er ekki ánægð með kærastan sinn. mbl.is/Thinkstockphotos

Kona sem á kærasta sem eyðir of miklum tíma í tölvuleikjum leitaði ráða hjá E. Jean, ráðgjafa Elle

Kæra E. Jean, starfs míns vegna sé ég kærastann minn sjaldan. Þegar við fáum tækifæri til þess að vera saman spilar hann tölvuleiki í staðinn fyrir að tala við mig, nema þegar við stundum kynlíf. Það er jafnvel verra þegar við tölum saman í síma. Þá þarf ég að keppa við aðra tölvuleikjaspilara sem hann er að tala við og spila við á sama tíma og við tölum saman. Ég hef oft og mörgum sinnum sagt honum hvernig þessi mikla tölvuleikjasýki lætur mér líða. Hann fer bara í vörn og svarar: „Af hverju ætti það að trufla þig? Ég get gert margt í einu."

Ráðgjafinn er ekki hrifinn af hegðun kærastans og segir að hún hafi lamið sig í ennið tvisvar á meðan hún las þetta stutta bréf. 

Ég hefði örugglega rotað sjálfa mig ef þú hefðir lýst meira af sjálfselskri grunnhyggni af hans hálfu. Hann skortir persónuleika. Ef hann getur ekki lagt frá sér fjarstýringuna og eytt tveimur kvöldum á viku með þér, bara þér, verðurðu að hætta með honum. 

Kærastinn vill bara spila tölvuleiki.
Kærastinn vill bara spila tölvuleiki. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál