Af hverju elskarðu þig ekki?

Maya Angelou sagði að þegar við höfum lært eitthvað eigum ...
Maya Angelou sagði að þegar við höfum lært eitthvað eigum við að kenna það áfram. Kærleikur í eigin garð var hluti af því sem hún kenndi. Ljósmynd/skjáskot

Þegar kemur að sjálfsást þá hrökkva margir í baklás og spyrja: Er það í lagi? Verður maður ekki bara óþolandi sjálfmiðaður á að setja sjálfan sig í fyrsta sætið? Þessi grein er viðleitni til að rökstyðja hið andstæða enda er hún í anda Maya Angelou.

Eflaust er marga farið að gruna að okkur á Smartlandi er afar hlýtt til skáldsins og frelsis- hetjunnar Maya Angelou. Hér er haldið áfram í frumskógi tískunnar og velt upp þeirri spurningu: Er ekki kominn tími á að tískuvæða kærleika í garð okkar?

Ástin frelsar

Maya Angleou segir að ef þú elskar eitthvað þá verður þú að frelsa það, því ef þú heldur fast í eitthvað þá er egóið þitt að verki en ekki ástin.

Hún tekur dæmi um hvernig hún hafi frelsað móður sína til að kveðja þennan heim með þökkum á þessa leið: „Mamma, ég vil þakka þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig, en nú ætla ég að gefa þér leyfi til að fara á annað tilverustig. Ég vona að þú hafir náð að uppfylla þann tilgang sem líf þitt var skapað fyrir. Þú varst elskuð af mörgum, körlum og jafnvel konum, svo þú hlýtur að hafa verið góður elskuhugi. Þú varst kannski ekki góð móðir ungra barna, en þú varst einstök móðir okkar sem fullorðinna barna.“ 

Með þessu gerði Maya sér grein fyrir að mamma hennar færi þegar hennar tími væri kominn en hún treysti sínum æðri mætti (Guð), fyrir henni. Að hún færi í áframhaldandi verkefni á æðra tilveru stigi.

Sjálfsást sem frelsar

Hvernig get ég elskað sjálfan mig og þannig orðið frjáls? Ef við tökum hugmyndir Maya Angelou um kærleikann og ástina, þá geri ég það með því að setja mig í fyrsta sætið. Ég stunda það á hverjum degi að vera kærleiksrík og vanda orð mín vel. Því orð eru verkfæri og margt af því sem við segjum verður að veruleika. 

Ég bið þess á hverjum degi að ég megi vera frjáls fyrir öllum hugsunum sem gera mig minni en ég á skilið að vera. Að ég sjái mig með kærleiksríkum augum. Ég losa mig við allt dramb og hroka. Því það er ekki frá kærleikanum komið og það sem ég æfi mig í á hverjum einasta degi er að sleppa óttanum sem segir mér að ég eigi ekki skilið meira. 

Með sjálfsást gefum við öðrum

Með því að stillast yfir á tíðni kærleikans þarf maður að taka afstöðu og standa með sér. Maya Angelou sagði að það væri hvað erfiðast. Hún ráðlagði fólki að gera það einungis í litlum skömmtum, þangað til að það verður nógu sterkt til að geta sagt: „Ekki í mínum húsum! Þú skalt ekki voga þér!“

Ef þú snýrð þetta upp á hugmyndina um sjálfsást og þá hugmynd að þú sért mikils virði og þú ætlir að elska þig skilyrðislaust, þá muntu fá góða æfingu í því daglega að standa með þér. Þegar einhver reynir að hafna þér segir þú: „Ekki í mínum húsum, ekki voga þér!“

Maya Angelou leggur áherslu á að allt sem við tileinkum okkur kennum við áfram. Þannig verður verðugt verkefni að verða kennari í kærleika. Eins eru mörg dæmi um að kærleikurinn er sterkasta aflið. Þannig getur þú verið til staðar fyrir aðra sem eru fastir í minnkandi hugmyndum um sig sjálfa.

Að lokum er nauðsynlegt að benda á að þetta stórverk gerum við ekki ein. Það þarf töfra og talsvert mikla æfingu. Finndu þinn æðri mátt. Hvort sem hann er sá sami og máttur Maya Angelou, Jesú Kristur og Guð. Eða góð orka, náttúran, annað kærleiksríkt fólk. Möguleikarnir eru endalausir. Biddu um aðstoð daglega. Þú munt finna hvernig þú verður leiddur/leidd áfram á stað sem er þér áður óþekktur. Stað þar sem einungis kærleikurinn ræður ríkjum.

Gangi þér ávalt sem allra best! Þú ert svo sannarlega þess virði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

„Ef ég hefði bara vitað þetta um ástina“

06:00 Stefnumótamarkþjálfinn Monica Parikh slær í gegn um þessar mundir. Hún er svo sérfróð um ástina að hún hefur stofnað utan um viðfangsefnið skóla. Hér eru fimm ráð sem hún vildi hafa gefið sér þegar hún var 20 ára. Eitt af ráðunum er að hlusta á helming þess sem er sagt en fylgjast vel með öllu sem gerist. Meira »

Er ástarlífið að buga þig?

Í gær, 23:59 Úr bókinni Love Rules er hægt að fylgja fjórum einföldum aðgerðum til að halda sér á réttu leiðinni þegar kemur að ástinni. Allt of margir eru að taka inn rangar kaloríur þegar kemur að ástinni, líkt og þegar kemur að mat. Meira »

12 raunhæfar leiðir til að spara peninga

Í gær, 21:00 „Mánuð eftir mánuð talar fólk um peningaleysi. Óvænt útgjöld geta komið inná borð hjá mjög skipulögðu og fjárhagslega öguðu fólki eins og hjá öllum,“ segir Elín Káradóttir. Meira »

Hefur skreytt í konunglegu brúðkaupi

Í gær, 18:00 María Másdóttir rekur Blómahönnun ásamt dóttur sinni Thelmu Björk Norðdahl. Hún hefur skreytt í konunglegu brúðkaupi og segir mikinn heiður að taka þátt í að skreyta í brúðkaupum. Meira »

Svona lítur endurunna línan frá H&M út

í gær Sænska móðurskipið H&M fer nýjar leiðir í Conscious Exclusive-línunni sem kemur í verslanir í dag. Línan er búin til úr endurunnum efnum og er silfrið í skartgripalínunni einnig endurunnið úr gömlum silfurmunum. Smartland heimsótti á dögunum Ósló, þar sem línan var kynnt fyrir tískusérfræðingum. Meira »

Stjörnur sem hættu að vigta sig

í gær Margar stjörnur hafa áttað sig á því að það er til árangursríkari leið til þess að mæla árangur sinn en að stíga á vigt.   Meira »

Dönsk arkitektastofa hannaði allt

í gær Við Ljósakur í Garðabæ hafa tveir menn búið sér fallegt heimili. Nú er þetta glæsilega 223 fm raðhús komið á sölu en það var allt innréttað árið 2011. Húsið var allt hannað að innan af GASSA arkitekter í Danmörku. Meira »

218 milljóna hús við Stigahlíð

í gær Við Stigahlíð í Reykjavík stendur vel heppnað 350 fm einbýli sem byggt var 1989. Það sem er heillandi við þetta hús er hvað það er litríkt og töluvert öðruvísi en hjá öðru fólki. Meira »

Húsverk sem skila sér í betra kynlífi

í fyrradag Karlmenn sem fara í Costco með eiginkonum sínum er ánægðari en þeir sem versla einir.   Meira »

Förðunarfræðingur Beyoncé segir frá

í fyrradag Beyoncé söng, dansaði og svitnaði í tvo tíma á Coachella um síðustu helgi án þess að það sæist á andliti hennar. Förðunarfræðingur hennar veit hvernig á að láta farðann haldast. Meira »

Ólafur Elíasson selur 370 milljóna glæsihús

í fyrradag Hinn heimsfrægi listamaður, Ólafur Elíasson, hefur sett sitt heillandi heimili á sölu. Ásett verð er rúmar 370 milljónir.   Meira »

Beckham keyrir inn sumarið í hvítu

19.4. Victoria Beckham veit að hvítt klikkar ekki í sólinni. Hvítar skyrtur, pils og buxur eru framarlega í fataskáp Beckham.   Meira »

Það kostar vilja og staðfestu að vera trúr

19.4. „Traust og trúnaður eru grundvallaratriði í hverju sambandi. Samt vitum við að bæði karlar og konur brjóta þennan trúnað. Kannanir sýna að ákveðinn hluti karla og kvenna hafa átt í ástarsamböndum samhliða sambúð eða hjónabandi. Fæstir í sambúð eru kannski hissa á þessu. Það kostar bæði vilja og staðfestu að vera trúr,“ segir séra Þórhallur Heimisson. Meira »

Það sem við óttumst er ljósið ekki myrkrið!

19.4. Samkvæmt Marianne Williamson óttumst við ekki myrkrið hið innra heldur ljósið. Við óttumst að verða stærri en við gætum ímyndað okkur og þessi ótti heldur aftur af okkur. Á sama tíma erum við sköpuð til að vera vitnisburður um hversu magnað ljósið er. Hvert og eitt okkar. Meira »

Vildi líta út eins og skopteikning

18.4. Líkamsræktareigandinn Krystina Butel er búin að fara í margar aðgerðir til þess að reyna að líkjast skopmynd. Butel hefur eytt hátt í 30 milljónum í útlit sitt en hún segist vera einlægur aðdáandi lýtaaðgerða. Meira »

Vorleg í 200 þúsund króna kjól

18.4. Það er komið vor í Lundúnum og það sást vel á fatastíl Meghan Markle og Harry Bretaprins í Lundúnum í dag.   Meira »

Vantaði áskorun og byrjaði að hlaupa

19.4. Guðni Páll Pálsson hleypur 80 til 90 kílómetra í venjulegri viku. Nú er hann að undirbúa sig undir heimsmeistaramótið í utanvegahlaupum sem fram fer á Spáni í maí. Meira »

Kom sér í ofurform með styrktaræfingum

18.4. Óskar­sverðlauna­leik­kon­an Brie Lar­son er búin að vera að styrkja sig markvisst í tíu mánuði. Æfingarnar sem hún framkvæmir eru ekki fyrir byrjendur. Meira »

Liv keypti sögufrægt hús í Arnarnesi

18.4. Liv Bergþórsdóttir forstjóri Nova er flutt í Blikanes 20 ásamt eiginmanni sínum, Sverri Viðari Haukssyni. Þau keyptu húsið á um 230 milljónir. Meira »

Magnea selur íbúðina

18.4. Fatahönnuðurinn Magnea Einarsdóttir og sambýlismaður hennar, Yngvi Eiríksson, hafa sett sína heillandi íbúð á sölu. Magnea hefur næmt auga fyrir því hvernig best er að gera fallegt í kringum sig og sína. Meira »