Af hverju elskarðu þig ekki?

Maya Angelou sagði að þegar við höfum lært eitthvað eigum ...
Maya Angelou sagði að þegar við höfum lært eitthvað eigum við að kenna það áfram. Kærleikur í eigin garð var hluti af því sem hún kenndi. Ljósmynd/skjáskot

Þegar kemur að sjálfsást þá hrökkva margir í baklás og spyrja: Er það í lagi? Verður maður ekki bara óþolandi sjálfmiðaður á að setja sjálfan sig í fyrsta sætið? Þessi grein er viðleitni til að rökstyðja hið andstæða enda er hún í anda Maya Angelou.

Eflaust er marga farið að gruna að okkur á Smartlandi er afar hlýtt til skáldsins og frelsis- hetjunnar Maya Angelou. Hér er haldið áfram í frumskógi tískunnar og velt upp þeirri spurningu: Er ekki kominn tími á að tískuvæða kærleika í garð okkar?

Ástin frelsar

Maya Angleou segir að ef þú elskar eitthvað þá verður þú að frelsa það, því ef þú heldur fast í eitthvað þá er egóið þitt að verki en ekki ástin.

Hún tekur dæmi um hvernig hún hafi frelsað móður sína til að kveðja þennan heim með þökkum á þessa leið: „Mamma, ég vil þakka þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig, en nú ætla ég að gefa þér leyfi til að fara á annað tilverustig. Ég vona að þú hafir náð að uppfylla þann tilgang sem líf þitt var skapað fyrir. Þú varst elskuð af mörgum, körlum og jafnvel konum, svo þú hlýtur að hafa verið góður elskuhugi. Þú varst kannski ekki góð móðir ungra barna, en þú varst einstök móðir okkar sem fullorðinna barna.“ 

Með þessu gerði Maya sér grein fyrir að mamma hennar færi þegar hennar tími væri kominn en hún treysti sínum æðri mætti (Guð), fyrir henni. Að hún færi í áframhaldandi verkefni á æðra tilveru stigi.

Sjálfsást sem frelsar

Hvernig get ég elskað sjálfan mig og þannig orðið frjáls? Ef við tökum hugmyndir Maya Angelou um kærleikann og ástina, þá geri ég það með því að setja mig í fyrsta sætið. Ég stunda það á hverjum degi að vera kærleiksrík og vanda orð mín vel. Því orð eru verkfæri og margt af því sem við segjum verður að veruleika. 

Ég bið þess á hverjum degi að ég megi vera frjáls fyrir öllum hugsunum sem gera mig minni en ég á skilið að vera. Að ég sjái mig með kærleiksríkum augum. Ég losa mig við allt dramb og hroka. Því það er ekki frá kærleikanum komið og það sem ég æfi mig í á hverjum einasta degi er að sleppa óttanum sem segir mér að ég eigi ekki skilið meira. 

Með sjálfsást gefum við öðrum

Með því að stillast yfir á tíðni kærleikans þarf maður að taka afstöðu og standa með sér. Maya Angelou sagði að það væri hvað erfiðast. Hún ráðlagði fólki að gera það einungis í litlum skömmtum, þangað til að það verður nógu sterkt til að geta sagt: „Ekki í mínum húsum! Þú skalt ekki voga þér!“

Ef þú snýrð þetta upp á hugmyndina um sjálfsást og þá hugmynd að þú sért mikils virði og þú ætlir að elska þig skilyrðislaust, þá muntu fá góða æfingu í því daglega að standa með þér. Þegar einhver reynir að hafna þér segir þú: „Ekki í mínum húsum, ekki voga þér!“

Maya Angelou leggur áherslu á að allt sem við tileinkum okkur kennum við áfram. Þannig verður verðugt verkefni að verða kennari í kærleika. Eins eru mörg dæmi um að kærleikurinn er sterkasta aflið. Þannig getur þú verið til staðar fyrir aðra sem eru fastir í minnkandi hugmyndum um sig sjálfa.

Að lokum er nauðsynlegt að benda á að þetta stórverk gerum við ekki ein. Það þarf töfra og talsvert mikla æfingu. Finndu þinn æðri mátt. Hvort sem hann er sá sami og máttur Maya Angelou, Jesú Kristur og Guð. Eða góð orka, náttúran, annað kærleiksríkt fólk. Möguleikarnir eru endalausir. Biddu um aðstoð daglega. Þú munt finna hvernig þú verður leiddur/leidd áfram á stað sem er þér áður óþekktur. Stað þar sem einungis kærleikurinn ræður ríkjum.

Gangi þér ávalt sem allra best! Þú ert svo sannarlega þess virði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Stjörnur sem lita ekki hár sitt

15:00 Á meðan sumir lita ljótan hárlit sinn eða fela gráu hárin eru aðrir sem leyfa sínum náttúrulega hárlit að njóta sín.   Meira »

Ef þú vilt eitthvað nýtt þá er bastið málið

12:00 Ef einhver er að velta fyrir sér hvað er alveg nýtt og ferskt í hausttísku heimilanna þá er hægt að fullyrða að innkoma bast-húsgagna hafi ákveðið forskot. Meira »

Breytti um hárlit en er ljósa hárið betra?

09:00 Rose Byrne er ein af þeim sem hefur breytt um hárstíl fyrir veturinn en það er ekki óalgengt að fólk breyti til þegar ný árstíð skellur á. Meira »

Allar framkvæmdir þarf að hugsa til enda

05:30 Í einu tignarlegasta húsi borgarinnar við Túngötu í Reykjavík býr fjölskylda sem leggur mikið upp úr því að halda í þá fallegu hugmyndafræði sem bjó að baki hönnun hússins í upphafi. Innanhússarkitektinn Sólveig Jónsdóttir endurhannaði eldhúsið. Meira »

Stjörnumerkin sem stunda mesta kynlífið

Í gær, 23:59 Stjörnumerkið sem stundar besta kynlífið stundar líka það mesta svo það er ekki hægt að halda því fram að magn sé ekki sama og gæði. Meira »

Ástin sigrar alltaf allt

Í gær, 21:00 Ástin er í forgrunni hjá bresku konungsfjölskyldunni og virðast meðlimir hennar keppast við að binda sig með formlegum hætti. Eugenie prinsessa gifti sig í síðustu viku og er önnur í röðinni á þessu ári sem gengur í heilagt hjónaband. Meira »

Stórglæsileg en í fokdýrum kjólum

Í gær, 18:00 Meghan klæddist tveimur kjólum í dag, föstudag, en samanlagt er kostnaðurinn við kjólana á við ein mánaðarlaun. Þó líklega ekki á við mánaðarlaun Harrys. Meira »

Mireya sýnir í Los Angeles

í gær Mireya Samper flakkar um heiminn í tengslum við listsköpun sína en hún mun sýna verk sín á nýrri vinnustofu arkitektsins Gullu Jónsdóttur á La Peer-hótelinu í Los Angeles dagana 26. október til 8. desember næstkomandi. Meira »

Fögnuðu framúrskarandi sjónvarpsþáttum

í gær Það var líf og fjör í Bíó Paradís þegar sjónvarpsþáttunum Líf kviknar var fagnað en þeir lentu í Sjónvarpi Símans Premium í vikunni. Meira »

Ösp gefur ráð til að fá ekki flensu

í gær Hvað þarftu að gera til þess að minnka líkur á að flensan mæti á svæðið? Ösp Viðarsdóttir næringaþerapisti gefur góð ráð.   Meira »

„Vil ekki vera kúgari eins og pabbi“

í gær „Ég er afburðastjórnsöm og frek. Ég er búin að standa sjálfa mig að því að beita móður mína og maka minn andlegu ofbeldi. Mér líður svo illa út af því að ég vil alls ekki vera eins og pabbi minn. Hann er stjórnsamur kúgari sem misnotar sér veikleika annarra og kemst upp með það.“ Meira »

Hringur Lady Gaga af dýrari gerðinni

í gær Hringurinn sem Ariana Grande skilaði á dögunum kostaði rúmar tíu milljónir. Það er þó ekkert miðað við trúlofunarhringinn sem Lady Gaga ber. Meira »

Svona hugar Harry að heilsunni

í fyrradag Harry Bretaprins notar nýjustu tækni til þess að halda sér hraustum. Harry hefur sést skarta nýjum hring á ferðalagi sínu um Eyjaálfu. Meira »

Bergþór Pálsson fyrir og eftir 15 kíló

í fyrradag Þjóðargersemin Bergþór Pálsson er búinn að léttast um 15 kíló og bæta á sig tveimur kílóum af vöðvum með því að breyta lífsháttum sínum. Þetta byrjaði allt þegar hann tók þátt í sjónvarpsþættinum, Allir geta dansað, á Stöð 2. Meira »

Baldur hefur sjaldan verið glaðari

18.10. Baldur Rafn Gylfason og samstarfsfólk hans sópaði til sín verðlaunum í Lundúnum um síðustu helgi. Hann segir að þetta sé mikil viðurkenning. Meira »

Dýrasta húsið í Kópavogi?

18.10. Við Kleifakór í Kópavogi stendur 357 fm einbýli sem teiknað var af Sigurði Hallgrímssyni. Ásett verð er 169 milljónir.   Meira »

Hvað segir svefnstaðan um sambandið?

18.10. Sofið þið bak í bak eða haldist þið í hendur í svefni? Svefnstaðan sem pör sofa í getur sagt ýmislegt um sambandið.   Meira »

Guðdómleg höll Lady Gaga

18.10. Sígaunahöll Lady Gaga er litrík rétt eins og persónuleiki hennar. Höllin minnir á suðurevrópska villu sem er við hæfi enda er Gaga af ítölskum og frönskum ættum. Meira »

Buxur sem koma í veg fyrir prumpulykt

17.10. Það er fátt leiðinlegra en að leysa illa lyktandi vind á stefnumóti. Ef hætta er á því gæti verið sniðugt að ganga í sérstökum buxum sem koma í veg fyrir prumpulykt. Meira »

Sjö glötuð hönnunarmistök í eldhúsinu

17.10. Eldhús ætti ekki að hanna eins og atvinnueldhús enda þarf að vera skemmtilegt að eyða tíma í eldhúsinu sem oft er kallað hjarta heimilisins. Meira »

Amal Clooney er ekki hrædd við áberandi liti

17.10. Konur þurfa ekki að klæðast buxum til þess það sé hlustað á þær. Það veit Amal Clooney sem er þekkt fyrir að klæðast flíkum í áberandi litum og einlitum í þokkabót. Meira »