Þetta verður þú að hafa í huga á stefnumótum

Auðugur einstaklingur veit að lífið er alls konar og á ...
Auðugur einstaklingur veit að lífið er alls konar og á eftir að kalla fram tilfinningar um blessun í lífsins ólgusjó. Ljósmynd/Thinkstockphotos.

Stefnu­móta­markþjálf­inn Monica Parikh slær í gegn um þess­ar mund­ir. Hún er svo sér­fróð um ást­ina að hún hef­ur stofnað utan um viðfangs­efnið skóla. Hér skrifar hún um nokkur mikilvæg atriði sem vert er að huga að á stefnumótum. Greinin birtist í Mindbodygreen.

Við gefum henni orðið.

„Bobby var 64. maðurinn sem ég fór á stefnumót með eftir að ég skildi. Hann var frumkvöðull sem seldi fyrsta netfyrirtækið sitt fyrir 2 milljarða bandaríkjadala. Hann safnaði dýrum vínum, átti stóran stjörnukíki í stofunni og ferðaðist um heiminn með mikilvægu fólki.

Ég var kynnt fyrir Bobby af frekar óreyndum aðila sem sagðist vera með 99% hittni í að koma fólki saman. Til að vera algjörlega heiðarleg var ég alveg til í að slaka aðeins á í lífinu og giftast milljarðamæringi, eftir allt stritið sem ég hafði verið í alla mína ævi hugsaði ég með mér að slíkt líf gæti falið í sér mikið frelsi.

Við fórum á tvö stefnumót. Á því fyrra talaði Bobby mikið um sig. Hann montaði sig af fólkinu sem hann þekkti og stöðunum sem hann hafði farið á. Sagði mér frá höfuðstöðvum NASA og TED-fyrirlestri sem hann hafði sótt. Hann fór náið út í skilnaðinn sinn á stefnumótinu og kallaði fyrrverandi konuna sína norn án þess að gefa því gaum að hún væri móðir þriggja barna hans.

Hann spurði mig lítið sem ekkert og í raun þegar ég talaði, talaði hann ofan í mig með því að tala hærra en ég. Hann talaði einnig lítið við mig, meira svona til mín.

Á öðru stefnumótinu pantaði ég glas af víni. Hann sagði þjónustustúlkunni að afpanta vínið mitt þar sem hann vildi að ég drykki með honum hans vín úr hans glasi. Hann var með girnilega steik á diskinum sínum og var að hvetja mig að smakka, þótt hann vissi að ég væri grænmetisæta. Í lok kvöldsins spurði hann mig óþreyjufullur hvort við værum að fara að stunda kynlíf, og lét það fylgja að ef ég hefði ekki áhuga, þá væri það lítið mál því hann væri með margar aðrar sem hefðu áhuga á því með honum.“

„Ég kvaddi hann á þessu stefnumóti, lítt hrifin.“

Parikh hefur í ráðgjöf sinni ítrekað fengið fólk til að íhuga hvað raunverulega skiptir máli í þess lífi þegar það er á þeim stað að vera að leita að maka fyrir lífið. Á meðan margir af skjólstæðingum hennar vilja ríkan (rich) maka, hefur hún verið að beina athygli þeirra í átt að auðugum maka (wealthy) í staðinn.

1. Ríkur einstaklingur kaupir dýra hluti. Auðugur einstaklingur heldur upp á dýrmæta reynslu.

„Peningar geta keypt okkur fallega bíla, dýr úr og góðan mat. Auðug manneskja skilur að mikilvægustu augnablikin í lífinu eru ætluð okkur öllum. Finndu einhvern sem kann að meta að halda í höndina þína í kvöldgöngunni, sem kann að meta ilminn af ferskum rósum, skilur orkuna sem lifandi tónlist gefur og verðmæti þess að heyra vini ykkar hlæja á góðri kvöldstund. Lífið er alls konar. Auðugur maki mun láta þig finnast þú blessuð í hvaða aðstæðum sem er.“

2. Ríkur einstaklingur telur að peningar kaupi þér stíl. Auðugur einstaklingur áttar sig á að mannasiðir og tillit eru eiginleikar sem ekki er hægt að setja verðmiða á.

„Peningar kaupa okkur aldrei stíl. Viltu skara fram úr? Komdu þá fram við alla með virðingu og kurteisi. Horfðu í augun á fólki. Neitaðu að tala illa um nokkurn, jafnvel þinn fyrrverandi. Maya Angelou sagði: Í enda dagsins mun fólk aldrei muna hvað þú sagðir heldur hvernig það fékk þér til að líða. 

Bobby hér að ofan lét mér líða eins og fylgihlut við sig í staðinn fyrir persónu, með mína eigin velgengni, vonir og drauma.“

3. Ríkur einstaklingur talar. Auðug manneskja deilir.

„Ríkur einstaklingur trúir að samtal sé um stjórnun. Auðugur einstaklingur hins vegar áttar sig á að samtal er blanda af því að gefa og þiggja. Samtal þar sem báðir aðilar deila. Eða eins og Dale Carnegie sagði: Þú getur eignast fleiri vini á tveimur mánuðum með því að sýna áhuga á öðrum en þú getur gert á tveimur árum með því að reyna að fá fólk til að hafa áhuga á þér.“

4. Ríkur einstaklingur mistúlkar afrek sem karakter á meðan auðugur einstaklingur skilur að það að hafa karakter er afrek.

„Á meðan ferill Bobbys hér að ofan var merkilegur heilluðu menn mig mest á því tímabili sem ég var á stefnumótum sem voru hógværir. Sem sýndu mér persónuleikann sinn hægt og rólega. Sá sem ég fór með á 67. stefnumótið var einmitt hetjan mín að þessu leyti. Hann heimsótti gamlan viðskiptavin sinn vikulega á elliheimili þar sem hann sinnti ekki einungis persónunni sjálfri, heldur kettinum hennar. Hann montaði sig aldrei af þessu. En það var einmitt þetta sem heillaði mig við hann.“

5. Ríkur einstaklingur hugsar um hvað hann getur fengið. Auðugur einstaklingur hugsar um hvað hann getur gefið.

„Við fæðumst inn í heiminn allslaus. Við hverfum frá þessum heimi að sama skapi eins. Ef þú ert einn af þeim heppnu, muntu nota lífið til að gefa gjafir þínar áfram. Tilgangur okkar allra er að skilja heiminn eftir í betra horfi en við komum að honum. Finndu maka sem eflir þetta í þér. Haltu áfram að vinna í þér til að geta eflt hann til hins sama. Góð sambönd geta læknað okkur af gömlum sárum og gefið okkur vörn fyrir sársauka dagsins í dag.“

mbl.is

„Ef ég hefði bara vitað þetta um ástina“

06:00 Stefnumótamarkþjálfinn Monica Parikh slær í gegn um þessar mundir. Hún er svo sérfróð um ástina að hún hefur stofnað utan um viðfangsefnið skóla. Hér eru fimm ráð sem hún vildi hafa gefið sér þegar hún var 20 ára. Eitt af ráðunum er að hlusta á helming þess sem er sagt en fylgjast vel með öllu sem gerist. Meira »

Er ástarlífið að buga þig?

Í gær, 23:59 Úr bókinni Love Rules er hægt að fylgja fjórum einföldum aðgerðum til að halda sér á réttu leiðinni þegar kemur að ástinni. Allt of margir eru að taka inn rangar kaloríur þegar kemur að ástinni, líkt og þegar kemur að mat. Meira »

12 raunhæfar leiðir til að spara peninga

Í gær, 21:00 „Mánuð eftir mánuð talar fólk um peningaleysi. Óvænt útgjöld geta komið inná borð hjá mjög skipulögðu og fjárhagslega öguðu fólki eins og hjá öllum,“ segir Elín Káradóttir. Meira »

Hefur skreytt í konunglegu brúðkaupi

Í gær, 18:00 María Másdóttir rekur Blómahönnun ásamt dóttur sinni Thelmu Björk Norðdahl. Hún hefur skreytt í konunglegu brúðkaupi og segir mikinn heiður að taka þátt í að skreyta í brúðkaupum. Meira »

Svona lítur endurunna línan frá H&M út

í gær Sænska móðurskipið H&M fer nýjar leiðir í Conscious Exclusive-línunni sem kemur í verslanir í dag. Línan er búin til úr endurunnum efnum og er silfrið í skartgripalínunni einnig endurunnið úr gömlum silfurmunum. Smartland heimsótti á dögunum Ósló, þar sem línan var kynnt fyrir tískusérfræðingum. Meira »

Stjörnur sem hættu að vigta sig

í gær Margar stjörnur hafa áttað sig á því að það er til árangursríkari leið til þess að mæla árangur sinn en að stíga á vigt.   Meira »

Dönsk arkitektastofa hannaði allt

í gær Við Ljósakur í Garðabæ hafa tveir menn búið sér fallegt heimili. Nú er þetta glæsilega 223 fm raðhús komið á sölu en það var allt innréttað árið 2011. Húsið var allt hannað að innan af GASSA arkitekter í Danmörku. Meira »

218 milljóna hús við Stigahlíð

í gær Við Stigahlíð í Reykjavík stendur vel heppnað 350 fm einbýli sem byggt var 1989. Það sem er heillandi við þetta hús er hvað það er litríkt og töluvert öðruvísi en hjá öðru fólki. Meira »

Húsverk sem skila sér í betra kynlífi

í fyrradag Karlmenn sem fara í Costco með eiginkonum sínum er ánægðari en þeir sem versla einir.   Meira »

Förðunarfræðingur Beyoncé segir frá

í fyrradag Beyoncé söng, dansaði og svitnaði í tvo tíma á Coachella um síðustu helgi án þess að það sæist á andliti hennar. Förðunarfræðingur hennar veit hvernig á að láta farðann haldast. Meira »

Ólafur Elíasson selur 370 milljóna glæsihús

í fyrradag Hinn heimsfrægi listamaður, Ólafur Elíasson, hefur sett sitt heillandi heimili á sölu. Ásett verð er rúmar 370 milljónir.   Meira »

Beckham keyrir inn sumarið í hvítu

19.4. Victoria Beckham veit að hvítt klikkar ekki í sólinni. Hvítar skyrtur, pils og buxur eru framarlega í fataskáp Beckham.   Meira »

Það kostar vilja og staðfestu að vera trúr

19.4. „Traust og trúnaður eru grundvallaratriði í hverju sambandi. Samt vitum við að bæði karlar og konur brjóta þennan trúnað. Kannanir sýna að ákveðinn hluti karla og kvenna hafa átt í ástarsamböndum samhliða sambúð eða hjónabandi. Fæstir í sambúð eru kannski hissa á þessu. Það kostar bæði vilja og staðfestu að vera trúr,“ segir séra Þórhallur Heimisson. Meira »

Það sem við óttumst er ljósið ekki myrkrið!

19.4. Samkvæmt Marianne Williamson óttumst við ekki myrkrið hið innra heldur ljósið. Við óttumst að verða stærri en við gætum ímyndað okkur og þessi ótti heldur aftur af okkur. Á sama tíma erum við sköpuð til að vera vitnisburður um hversu magnað ljósið er. Hvert og eitt okkar. Meira »

Vildi líta út eins og skopteikning

18.4. Líkamsræktareigandinn Krystina Butel er búin að fara í margar aðgerðir til þess að reyna að líkjast skopmynd. Butel hefur eytt hátt í 30 milljónum í útlit sitt en hún segist vera einlægur aðdáandi lýtaaðgerða. Meira »

Vorleg í 200 þúsund króna kjól

18.4. Það er komið vor í Lundúnum og það sást vel á fatastíl Meghan Markle og Harry Bretaprins í Lundúnum í dag.   Meira »

Vantaði áskorun og byrjaði að hlaupa

19.4. Guðni Páll Pálsson hleypur 80 til 90 kílómetra í venjulegri viku. Nú er hann að undirbúa sig undir heimsmeistaramótið í utanvegahlaupum sem fram fer á Spáni í maí. Meira »

Kom sér í ofurform með styrktaræfingum

18.4. Óskar­sverðlauna­leik­kon­an Brie Lar­son er búin að vera að styrkja sig markvisst í tíu mánuði. Æfingarnar sem hún framkvæmir eru ekki fyrir byrjendur. Meira »

Liv keypti sögufrægt hús í Arnarnesi

18.4. Liv Bergþórsdóttir forstjóri Nova er flutt í Blikanes 20 ásamt eiginmanni sínum, Sverri Viðari Haukssyni. Þau keyptu húsið á um 230 milljónir. Meira »

Magnea selur íbúðina

18.4. Fatahönnuðurinn Magnea Einarsdóttir og sambýlismaður hennar, Yngvi Eiríksson, hafa sett sína heillandi íbúð á sölu. Magnea hefur næmt auga fyrir því hvernig best er að gera fallegt í kringum sig og sína. Meira »