Þetta verður þú að hafa í huga á stefnumótum

Auðugur einstaklingur veit að lífið er alls konar og á ...
Auðugur einstaklingur veit að lífið er alls konar og á eftir að kalla fram tilfinningar um blessun í lífsins ólgusjó. Ljósmynd/Thinkstockphotos.

Stefnu­móta­markþjálf­inn Monica Parikh slær í gegn um þess­ar mund­ir. Hún er svo sér­fróð um ást­ina að hún hef­ur stofnað utan um viðfangs­efnið skóla. Hér skrifar hún um nokkur mikilvæg atriði sem vert er að huga að á stefnumótum. Greinin birtist í Mindbodygreen.

Við gefum henni orðið.

„Bobby var 64. maðurinn sem ég fór á stefnumót með eftir að ég skildi. Hann var frumkvöðull sem seldi fyrsta netfyrirtækið sitt fyrir 2 milljarða bandaríkjadala. Hann safnaði dýrum vínum, átti stóran stjörnukíki í stofunni og ferðaðist um heiminn með mikilvægu fólki.

Ég var kynnt fyrir Bobby af frekar óreyndum aðila sem sagðist vera með 99% hittni í að koma fólki saman. Til að vera algjörlega heiðarleg var ég alveg til í að slaka aðeins á í lífinu og giftast milljarðamæringi, eftir allt stritið sem ég hafði verið í alla mína ævi hugsaði ég með mér að slíkt líf gæti falið í sér mikið frelsi.

Við fórum á tvö stefnumót. Á því fyrra talaði Bobby mikið um sig. Hann montaði sig af fólkinu sem hann þekkti og stöðunum sem hann hafði farið á. Sagði mér frá höfuðstöðvum NASA og TED-fyrirlestri sem hann hafði sótt. Hann fór náið út í skilnaðinn sinn á stefnumótinu og kallaði fyrrverandi konuna sína norn án þess að gefa því gaum að hún væri móðir þriggja barna hans.

Hann spurði mig lítið sem ekkert og í raun þegar ég talaði, talaði hann ofan í mig með því að tala hærra en ég. Hann talaði einnig lítið við mig, meira svona til mín.

Á öðru stefnumótinu pantaði ég glas af víni. Hann sagði þjónustustúlkunni að afpanta vínið mitt þar sem hann vildi að ég drykki með honum hans vín úr hans glasi. Hann var með girnilega steik á diskinum sínum og var að hvetja mig að smakka, þótt hann vissi að ég væri grænmetisæta. Í lok kvöldsins spurði hann mig óþreyjufullur hvort við værum að fara að stunda kynlíf, og lét það fylgja að ef ég hefði ekki áhuga, þá væri það lítið mál því hann væri með margar aðrar sem hefðu áhuga á því með honum.“

„Ég kvaddi hann á þessu stefnumóti, lítt hrifin.“

Parikh hefur í ráðgjöf sinni ítrekað fengið fólk til að íhuga hvað raunverulega skiptir máli í þess lífi þegar það er á þeim stað að vera að leita að maka fyrir lífið. Á meðan margir af skjólstæðingum hennar vilja ríkan (rich) maka, hefur hún verið að beina athygli þeirra í átt að auðugum maka (wealthy) í staðinn.

1. Ríkur einstaklingur kaupir dýra hluti. Auðugur einstaklingur heldur upp á dýrmæta reynslu.

„Peningar geta keypt okkur fallega bíla, dýr úr og góðan mat. Auðug manneskja skilur að mikilvægustu augnablikin í lífinu eru ætluð okkur öllum. Finndu einhvern sem kann að meta að halda í höndina þína í kvöldgöngunni, sem kann að meta ilminn af ferskum rósum, skilur orkuna sem lifandi tónlist gefur og verðmæti þess að heyra vini ykkar hlæja á góðri kvöldstund. Lífið er alls konar. Auðugur maki mun láta þig finnast þú blessuð í hvaða aðstæðum sem er.“

2. Ríkur einstaklingur telur að peningar kaupi þér stíl. Auðugur einstaklingur áttar sig á að mannasiðir og tillit eru eiginleikar sem ekki er hægt að setja verðmiða á.

„Peningar kaupa okkur aldrei stíl. Viltu skara fram úr? Komdu þá fram við alla með virðingu og kurteisi. Horfðu í augun á fólki. Neitaðu að tala illa um nokkurn, jafnvel þinn fyrrverandi. Maya Angelou sagði: Í enda dagsins mun fólk aldrei muna hvað þú sagðir heldur hvernig það fékk þér til að líða. 

Bobby hér að ofan lét mér líða eins og fylgihlut við sig í staðinn fyrir persónu, með mína eigin velgengni, vonir og drauma.“

3. Ríkur einstaklingur talar. Auðug manneskja deilir.

„Ríkur einstaklingur trúir að samtal sé um stjórnun. Auðugur einstaklingur hins vegar áttar sig á að samtal er blanda af því að gefa og þiggja. Samtal þar sem báðir aðilar deila. Eða eins og Dale Carnegie sagði: Þú getur eignast fleiri vini á tveimur mánuðum með því að sýna áhuga á öðrum en þú getur gert á tveimur árum með því að reyna að fá fólk til að hafa áhuga á þér.“

4. Ríkur einstaklingur mistúlkar afrek sem karakter á meðan auðugur einstaklingur skilur að það að hafa karakter er afrek.

„Á meðan ferill Bobbys hér að ofan var merkilegur heilluðu menn mig mest á því tímabili sem ég var á stefnumótum sem voru hógværir. Sem sýndu mér persónuleikann sinn hægt og rólega. Sá sem ég fór með á 67. stefnumótið var einmitt hetjan mín að þessu leyti. Hann heimsótti gamlan viðskiptavin sinn vikulega á elliheimili þar sem hann sinnti ekki einungis persónunni sjálfri, heldur kettinum hennar. Hann montaði sig aldrei af þessu. En það var einmitt þetta sem heillaði mig við hann.“

5. Ríkur einstaklingur hugsar um hvað hann getur fengið. Auðugur einstaklingur hugsar um hvað hann getur gefið.

„Við fæðumst inn í heiminn allslaus. Við hverfum frá þessum heimi að sama skapi eins. Ef þú ert einn af þeim heppnu, muntu nota lífið til að gefa gjafir þínar áfram. Tilgangur okkar allra er að skilja heiminn eftir í betra horfi en við komum að honum. Finndu maka sem eflir þetta í þér. Haltu áfram að vinna í þér til að geta eflt hann til hins sama. Góð sambönd geta læknað okkur af gömlum sárum og gefið okkur vörn fyrir sársauka dagsins í dag.“

mbl.is

Þrjár kynslóðir í Dolce & Gabbana

09:10 Dolce & Gabbana sýndi nýja fatalínu á tískusýningunni í Mílanó á dögunum. Ítalska leikkonan Isabella Rossellini kom fram á sýningunni ásamt dóttur sinni og barnabarni. Meira »

Jólin koma snemma í ár

06:00 Mestu jólabörn landsins ættu ekki að þurfa að hafa miklar áhyggjur þar sem senn er hægt að hefja niðurtalningu að jólum. Ef þú ert alvörusælkeri jafnast fátt á við að telja niður að jólum með jóladagatali Lakrids by Johan Bülow. Í ár kemur dagatalið í hefðbundinni stærð ásamt fjölskyldustærð. Meira »

7 góðar stellingar fyrir einn stuttan

Í gær, 23:59 Það er alltaf tími fyrir kynlíf hvort sem þú ert að drífa þig í vinnuna eða hreinlega í vinnunni, enda þarf kynlíf ekki að taka langan tíma. Þá er gott að muna eftir vel völdum kynlífsstellingum. Meira »

Getur fitusog fjarlægt ístruna á Jóni?

Í gær, 21:00 „Ég er miðaldra karl með ístru og náraspik sem mig langar að losna við. Ég er hvergi annarsstaðar með fitu á líkamanum. Þannig að mig langar að fara í fitusog, svo spurningin er hvað myndi það kosta?“ Meira »

Hvenær er best að taka bætiefnin inn?

Í gær, 18:00 „Þumalputtareglan er að taka bætiefnin með eða strax eftir mat, þar sem sum bætiefni geta valdið brjóstsviða ef þau eru tekin á fastandi maga. Ef morgunverðurinn er ekki staðgóður er ekki ráðlegt að taka mikið af bætiefnum með honum. Þá er betra að taka þau með hádegis- eða kvöldmat.“ Meira »

Baddi í Jeff Who? á lausu en til í kærustu

Í gær, 15:00 Bjarni Lárus Hall söngvari Jeff Who? er á lausu en væri alveg til í að eignast kærustu bráðum. Þessu greindi hann frá í sunnudagsblaði Morgunblaðsins um helgina. Meira »

„Alli ríki“ hélt tryllt Gatsby-afmæli í Iðnó

Í gær, 12:00 Glamúr-teiti helgarinnar var án efa haldið í Iðnó á laugardagskvöldið þegar Aðalsteinn Jóhannsson fagnaði því að hann væri orðinn fertugur. Aðalsteinn er kallaður „Alli ríki“ vegna velmegunar sinnar. Meira »

Guðdómlegt nútímaheimili í 203

í gær Ef þig langar í hús á einni hæð sem er súpervel skipulagt með fallegum innréttingum þá er þetta kannski hús fyrir þig. Það er 180 fm og byggt 2013. Meira »

Föt sem ætti að banna í ræktinni

í gær Er réttur brjóstahaldari og skór ofan í íþróttatöskunni þinni? Æfingin verður betri ef þú klæðir þig rétt í ræktinni.   Meira »

Missti báða foreldra og langar í barn

í fyrradag „Mínir stærstu draumar voru alltaf að eiga stóra fjölskyldu. Ég ætlaði að eignast fimm börn og þar með vera umkringd ást og umhyggju. Í dag stend ég hins vegar frammi fyrir því að treysta mér ekki í að eignast fleiri börn því ég á ekkert tengslanet á bak við mig.“ Meira »

María Jóna selur raðhúsið í Garðabæ

í fyrradag María Jóna Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins, hefur sett sitt huggulega raðhús á sölu.   Meira »

Fegrunarráð Gemmu Chan

í fyrradag Leikkonan Gemma Chan hefur fengið orð á sig fyrir að vera nútíma Audrey Hepburn. Hún er klassísk og alltaf vel til höfð. Hvernig fer hún að því að fá húðina til að ljóma á þennan hátt? Meira »

Mega konur ekki ganga í jakkafötum?

í fyrradag Þegar Blake Lively klæðist jakkafötum er það fréttaefni en ekki þegar karlarnir við hlið hennar gera það. Leikkonan hvetur konur til þess að gera það sem menn gera án þess að vera strítt fyrir það. Meira »

Makinn vill ekki að ég hitti vinkonur mínar

23.9. „Hann virðist stöðugt óttast að eitthvað gerist og tilhugsunin um að „sleppa“ mér einni virðist vera meira en hann ræður við. Það er orðið mjög erfitt fyrir mig að afsaka mig frá því að hitta vinkonur mínar og þegar til dæmis er talað um að fara til útlanda saman þá fæ ég bara kvíðahnút í magann af því ég veit að það er í rauninni ekki möguleiki fyrir mig, það kostar of mikið álag.“ Meira »

Fór til Noregs eftir hrun en kennir nú jóga

23.9. Bríet Birgisdóttir hjúkrunarfræðingur sérhæfir sig í námskeiðum í jóga og svefni hjá Heilsu og Spa. Reynsla hennar spannar allt frá gjörgæsludeild spítalanna yfir í lýðheilsuverkefni í samstarfi við norska hamingjusérfræðinga. Meira »

Pör sem hættu saman en eru enn bestu vinir

22.9. Nokkrum fyrrverandi pörum í Hollywood hefur tekist það ómögulega, að halda vinskapnum þrátt fyrir að ástarsambandið sé búið. Meira »

Þetta drepur alla stemmingu í rúminu

22.9. Það þarf ekki meira til en símhringingu frá mömmu þinni seint um kvöld svo að allir fari strax aftur í náttbuxurnar.   Meira »

„Það eru allir að reyna að vera fullkomnir“

22.9. Leikkonan Kristen Bell kemur fram í hjartnæmu viðtali og sýnir að stjörnurnar i Hollywood eru ekki ólíkar okkur hinum. Það eru allir með vandamál. Það er hluti þess að vera mannlegur. Meira »

Auglýsingageirinn skemmti sér

22.9. Pipar\TBWA fagnaði vel heppnaðri Krossmiðlun með teiti í lok dags í höfuðstöðvum fyrirtækisins við Guðrúnatún. Þar var margt góðra gesta og góð stemmning. Meira »

Allt sem þú vissir ekki um píkuna

22.9. Það þýðir ekkert að örva kynfærin ef heilinn er látinn eiga sig. Þetta er meðal þess sem fjallað er um í píkubókinni Gleðin að neðan - píkan, legið og allt hitt. Meira »

Það stoppar enginn Heiðdísi Rós

22.9. Heiðdís Rós Reynisdóttir fann sjálfa sig í L.A. eftir að hafa átt erfitt uppdráttar í skóla á Íslandi. Heiðdís hefur sýnt það í verki að það stoppar hana ekkert. Meira »