Þetta verður þú að hafa í huga á stefnumótum

Auðugur einstaklingur veit að lífið er alls konar og á ...
Auðugur einstaklingur veit að lífið er alls konar og á eftir að kalla fram tilfinningar um blessun í lífsins ólgusjó. Ljósmynd/Thinkstockphotos.

Stefnu­móta­markþjálf­inn Monica Parikh slær í gegn um þess­ar mund­ir. Hún er svo sér­fróð um ást­ina að hún hef­ur stofnað utan um viðfangs­efnið skóla. Hér skrifar hún um nokkur mikilvæg atriði sem vert er að huga að á stefnumótum. Greinin birtist í Mindbodygreen.

Við gefum henni orðið.

„Bobby var 64. maðurinn sem ég fór á stefnumót með eftir að ég skildi. Hann var frumkvöðull sem seldi fyrsta netfyrirtækið sitt fyrir 2 milljarða bandaríkjadala. Hann safnaði dýrum vínum, átti stóran stjörnukíki í stofunni og ferðaðist um heiminn með mikilvægu fólki.

Ég var kynnt fyrir Bobby af frekar óreyndum aðila sem sagðist vera með 99% hittni í að koma fólki saman. Til að vera algjörlega heiðarleg var ég alveg til í að slaka aðeins á í lífinu og giftast milljarðamæringi, eftir allt stritið sem ég hafði verið í alla mína ævi hugsaði ég með mér að slíkt líf gæti falið í sér mikið frelsi.

Við fórum á tvö stefnumót. Á því fyrra talaði Bobby mikið um sig. Hann montaði sig af fólkinu sem hann þekkti og stöðunum sem hann hafði farið á. Sagði mér frá höfuðstöðvum NASA og TED-fyrirlestri sem hann hafði sótt. Hann fór náið út í skilnaðinn sinn á stefnumótinu og kallaði fyrrverandi konuna sína norn án þess að gefa því gaum að hún væri móðir þriggja barna hans.

Hann spurði mig lítið sem ekkert og í raun þegar ég talaði, talaði hann ofan í mig með því að tala hærra en ég. Hann talaði einnig lítið við mig, meira svona til mín.

Á öðru stefnumótinu pantaði ég glas af víni. Hann sagði þjónustustúlkunni að afpanta vínið mitt þar sem hann vildi að ég drykki með honum hans vín úr hans glasi. Hann var með girnilega steik á diskinum sínum og var að hvetja mig að smakka, þótt hann vissi að ég væri grænmetisæta. Í lok kvöldsins spurði hann mig óþreyjufullur hvort við værum að fara að stunda kynlíf, og lét það fylgja að ef ég hefði ekki áhuga, þá væri það lítið mál því hann væri með margar aðrar sem hefðu áhuga á því með honum.“

„Ég kvaddi hann á þessu stefnumóti, lítt hrifin.“

Parikh hefur í ráðgjöf sinni ítrekað fengið fólk til að íhuga hvað raunverulega skiptir máli í þess lífi þegar það er á þeim stað að vera að leita að maka fyrir lífið. Á meðan margir af skjólstæðingum hennar vilja ríkan (rich) maka, hefur hún verið að beina athygli þeirra í átt að auðugum maka (wealthy) í staðinn.

1. Ríkur einstaklingur kaupir dýra hluti. Auðugur einstaklingur heldur upp á dýrmæta reynslu.

„Peningar geta keypt okkur fallega bíla, dýr úr og góðan mat. Auðug manneskja skilur að mikilvægustu augnablikin í lífinu eru ætluð okkur öllum. Finndu einhvern sem kann að meta að halda í höndina þína í kvöldgöngunni, sem kann að meta ilminn af ferskum rósum, skilur orkuna sem lifandi tónlist gefur og verðmæti þess að heyra vini ykkar hlæja á góðri kvöldstund. Lífið er alls konar. Auðugur maki mun láta þig finnast þú blessuð í hvaða aðstæðum sem er.“

2. Ríkur einstaklingur telur að peningar kaupi þér stíl. Auðugur einstaklingur áttar sig á að mannasiðir og tillit eru eiginleikar sem ekki er hægt að setja verðmiða á.

„Peningar kaupa okkur aldrei stíl. Viltu skara fram úr? Komdu þá fram við alla með virðingu og kurteisi. Horfðu í augun á fólki. Neitaðu að tala illa um nokkurn, jafnvel þinn fyrrverandi. Maya Angelou sagði: Í enda dagsins mun fólk aldrei muna hvað þú sagðir heldur hvernig það fékk þér til að líða. 

Bobby hér að ofan lét mér líða eins og fylgihlut við sig í staðinn fyrir persónu, með mína eigin velgengni, vonir og drauma.“

3. Ríkur einstaklingur talar. Auðug manneskja deilir.

„Ríkur einstaklingur trúir að samtal sé um stjórnun. Auðugur einstaklingur hins vegar áttar sig á að samtal er blanda af því að gefa og þiggja. Samtal þar sem báðir aðilar deila. Eða eins og Dale Carnegie sagði: Þú getur eignast fleiri vini á tveimur mánuðum með því að sýna áhuga á öðrum en þú getur gert á tveimur árum með því að reyna að fá fólk til að hafa áhuga á þér.“

4. Ríkur einstaklingur mistúlkar afrek sem karakter á meðan auðugur einstaklingur skilur að það að hafa karakter er afrek.

„Á meðan ferill Bobbys hér að ofan var merkilegur heilluðu menn mig mest á því tímabili sem ég var á stefnumótum sem voru hógværir. Sem sýndu mér persónuleikann sinn hægt og rólega. Sá sem ég fór með á 67. stefnumótið var einmitt hetjan mín að þessu leyti. Hann heimsótti gamlan viðskiptavin sinn vikulega á elliheimili þar sem hann sinnti ekki einungis persónunni sjálfri, heldur kettinum hennar. Hann montaði sig aldrei af þessu. En það var einmitt þetta sem heillaði mig við hann.“

5. Ríkur einstaklingur hugsar um hvað hann getur fengið. Auðugur einstaklingur hugsar um hvað hann getur gefið.

„Við fæðumst inn í heiminn allslaus. Við hverfum frá þessum heimi að sama skapi eins. Ef þú ert einn af þeim heppnu, muntu nota lífið til að gefa gjafir þínar áfram. Tilgangur okkar allra er að skilja heiminn eftir í betra horfi en við komum að honum. Finndu maka sem eflir þetta í þér. Haltu áfram að vinna í þér til að geta eflt hann til hins sama. Góð sambönd geta læknað okkur af gömlum sárum og gefið okkur vörn fyrir sársauka dagsins í dag.“

mbl.is

Heppin með kynlíf á 3 mánaða fresti

Í gær, 23:59 „Jafnvel þó svo að það sé frábært þegar við stundum kynlíf er ég heppin ef eiginmaður minn og ég gerum það einu sinni á þriggja mánaða fresti. Áður fyrr stunduðum við spennandi kynlíf.“ Meira »

Smámunasöm þegar föt eru annars vegar

Í gær, 21:00 Rakel Grímsdóttir hefur flottan og stílhreinan fatastíl. Rakel segist gera miklar kröfur um góð efni og snið og verslar þess vegna sjaldan á netinu. Meira »

Gullfalleg í bláu á bláa dreglinum

Í gær, 18:00 Stjörnurnar mættu að sjálfsögðu í bláum fötum þegar búið var að rúlla út bláa dreglinum í London en tilefnið var frumsýning myndarinnar Mamma Mia 2 Meira »

Hugsum hægar í hita

Í gær, 15:00 Niðurstöður rannsóknar sem skoðaði áhrif hita á vitsmunalega hugsun benda til þess að við hugsum hægar þegar hitinn er hærri. Meira »

Birkir Már ástfanginn upp fyrir haus

Í gær, 12:00 Landsliðsmaðurinn Birkir Már Sævarsson virðist vera jafnástfanginn af eiginkonu sinni, Stefaníu Sigurðardóttur, í dag og hann var fyrir níu árum. Meira »

Leigðu engan venjulegan sumarbústað

Í gær, 09:00 Keilusalur og hjólabrettapallur er meðal þess sem er að finna í húsi sem hjónin Beyoncé og Jay-Z tóku á leigu eitt sumar fyrir nokkrum árum. Meira »

Góð ráð til þess að ferðast létt

Í gær, 06:00 Það getur verið þægilegt að ferðast aðeins með eina tösku, en það getur einnig verið vandasamt. Hér eru nokkur ráð til að ferðast léttar og gera ferðalagið bærilegra. Meira »

Þú laðar til þín fólk með svipaða orku

í fyrradag Deidre lenti í því að Mac sem hún var að skipuleggja giftingu með sendir henni textaskilaboð um að sambandinu sé lokið. Átta tímum seinna er hann fluttur út. Monica Parikh fer yfir málin og útskýrir hvað fór úr skorðum. Þetta er lokagreinin um málið. Meira »

Missti oft tökin á sumrin

í fyrradag Sara Barðdal hvetur fólk til þess að setja heilsuna og hreyfinguna í forgang, og njóta þannig alls þess besta sem sumarið hefur upp á að bjóða. Meira »

Hóf ferilinn sem stílisti stjarnanna

í fyrradag Á sumrin er gaman að fara í kjóla og setja við þá stóra fallega fylgihluti. Rachel Zoe kann að stílisera og hanna í anda áttunda áratugarins. Meira »

Segir hárgreiðsluna fara öllum konum vel

í fyrradag Hárgreiðslumaður Beyoncé, Neal Farinah, hefur greitt söngkonunni í 13 ár og er með á hreinu hvað sé málið í sumar.   Meira »

Brjóstanudd bætir lífsorkuna

í fyrradag „Í flestum tegundum vestræns nudd er ekki til siðs að brjóst kvenna séu nudduð. Það breytir engu um það að brjóst kvenna eru oftast það svæði líkamans sem þarf mest á nuddi að halda.“ Meira »

25 kíló farin og miklu hressari

í fyrradag Hafdís Þóra Hafþórsdóttir ákvað að taka lífstilinn í gegn eftir að hún tók þátt í furðufatahlaupi í fyrra með syni sínum.   Meira »

Þetta eiga þau ríku sameiginlegt

í fyrradag Ríkt fólk á það sameiginlegt að venja sig á ákveðinn lífstíl. Þeir sem njóta ekki jafnmikillar fjárhagslegrar gæfu eiga þó líka sitthvað sameiginlegt. Meira »

Stóru leyndarmálin

15.7. Þvert á það sem margir telja sýna rannsóknir að konur missa áhuga á einkvæni fyrr en karlar, samkvæmt sambands- og kynlífsráðgjafanum Esther Perel. Hún segir jafnframt stóra leyndarmálið vera það að konur eru sjálfhverfari en karlar þegar kemur að kynlífi. Meira »

5 vanmetin atriði sem geta bundið enda á samband

15.7. Dr. Terri Orbuch hjónabandsráðgjafi segir þessi einföldu atriði í okkar daglega lífi geta haft mikil áhrif á hjónabönd og sambönd og að lokum bundið enda á þau. Meira »

Sálfræðileg áhrif lita

15.7. Þegar kemur að því að velja liti inn á heimilið er gott að vera búin/búinn að lesa þessa grein. Þú velur þér rauðan lit ef þú vilt keyra upp orkuna en grænan ef þú vilt róa fólkið á heimilinu. Meira »

5 ráð fyrir árangursríkan blund

15.7. Það er fátt betra en að leggja sig smá, en allt er gott í hófi. Hér eru nokkur viðmið sem gott er að hafa í huga áður en maður fær sér kríu. Meira »

„Viljum verða betri með aldrinum“

15.7. Fyrirlesarinn Marianne Williamson býður upp á námskeið þar sem hún kennir konum að eldast í anda þeirrar kraftaverkahugsunar sem hún boðar m.a. í bókum sínum. Hún segir að við búum á tímum þar sem konur eiga ekki að eldast. Það sé ástlaus hugsun. Meira »

Leigðu út húsið og fóru á flakk

15.7. Swenson-fjölskyldan lagði land undir fót í október 2017 í 11 mánaða ferðalag um heiminn. Þau hafa ferðast um Asíu, Eyjaálfu og Afríku og eru nú í Finnlandi. Meira »

Þjálfari Kate Hudson leysir frá skjóðunni

15.7. Þjálfari Kate Hudson lætur hana ekki bara standa fyrir framan spegil og lyfta lóðum, hann lætur hana dansa í leiðinni.   Meira »